Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.09.1998, Blaðsíða 49
Söfnuður og samtíð
sem nú lifum ekki við. Öðru nær. Kirkja vors Guðs er gamalt hús. Hefðin,
trúararfur kynslóðanna, skipar veglegan og réttmætan sess í allri guðfræðilegri
íhugun, þar á meðal í kenningunni um kirkjuna, stöðu hennar og köllun. En
hefðin er til þess fallin að skerpa sýnina til samtíðarinnar, að skapa svigrúm
til að skoða stefnur og strauma nútíðarinnar í sögulegu samhengi. Sjálfur var
Jesús frá Nazaret trúr þeirri trúar- og menningarhefð, sem hann tók í arf, en
sem Kristur drottinn, sonur hins lifanda Guðs, hinn upprisni, er hann samtíma-
maður hverrar nýrrar kynslóðar og knýr hana, knýr okkur, til að játa hann sem
drottinn í þeim aðstæðum, pólitískum, menningarlegum, trúarlegum, sem við
eigum við að búa í okkar samtíð. Holdtekning Orðsins í Jesú Kristi merkir
að Guð opinberar veru sína og vilja ætíð í sögu og samtíð, en upprisa Krists,
vitnisburðurinn um hinn lifandi Drottinn, boðar að sérhver tíð er sú fylling
tímans, þegar guðsríkið er í nánd. Ríki Guðs, alveldi Guðs, þótt ekki sé það
af þessum heimi, er komið nær til þess að skapa nýjan himinn og nýja jörð,
til þess að vinna sigur á hinu illa, helfjötrum dauða og tortímingar, ranglætis
og mannvonsku, til þess að opna mannkyni nýja leið til réttlætis, friðar og
fagnaðar.
Kirkjan, söfnuðurinn, segir Páll postuli, er líkami Krists. Jóhannes
guðspjallamaður notar aðra líltingu sömu merkingar: „Ég er vínviðurinn, þér
eruð greinarnar“ Jh.l5:5. Köllun kirkjunnar, hennar ævarandi hlutverk, er að
bera vitni um þá krafta nýsköpunar, umbreytingar, sáttargjörðar, réttlætis,
friðar, nýrra lífsviðhorfa, verðmætamats, sem líf, dauði og upprisa Krists hefur
gert að raunverulegum möguleika í mannlegri tilveru, í mannlegum samskipt-
um. Játning trúar á Krist upprisinn er annað og meira en vissa um líf eftir
dauðann. Þegar Guð reisir Krist upp frá dauðum er sköpunin öll, lífríkið sem
samstæð heild, reist upp til þeirra gæða, heilinda, sem í því felst að vera hin
góða sköpun Guðs. Barnaleg draumsýn, útópía, staðleysa, ef ekki væri vissan
um, að Hann er sannarlega upprisinn. Ef ekki væri vissan um að þau sem ger-
ast lærisveinar Krists eignast hlutdeild í þeim kröftum nýsköpunar á
gjörvöllum háttum mannlegrar tilveru sem lagður er grunnur að með upprisu
guðssonarins. Kenning Krists, háleitur og krefjandi siðgæðisboðskapur hans,
kemur að litlum notum í ófullkomnum, sekum og syndugum mannheimi ef
ekki hefðu verið sköpuð skilyrði til að framfylgja þeim boðskap. Það getur
Guð, skaparinn, einn gert.
Kirkjan er sett til að vera upprisutákn Krists hér í heimi. Umboð hennar
er jafn víðtækt og sköpunin, endurleyst og uppreist, mælir fyrir um. Maðurinn
og heimur hans, maðurinn-í-heiminum í heildstæðum skilningi, er sá vettvang-
ur þar sem kirkjan er kölluð til vitnisburðar og þjónustu.
47