Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.09.1998, Blaðsíða 114
Gunnlaugur A. Jónsson
um að allar lífslindir þínar hafi uppsprettu sína í Guði.: „Allar mínar uppsprettur
eru í þér, Drottinn minn og Guð minn!“
Sem dæmi um þetta nefnir sr. Friðrik gleðina, kraftinn og vonina. Niðurlag
hugvekju hans er síðan á þessa leið:
í fyrstu Mósebók 16. kap. er talað um lind í óbyggðum og hún hét Beer-lakaj-
roí og það þýðir: „Lind hins lifanda, sem sér mig.“
Uppi í óbyggðinni í Vatnaskógi er lindin, sem þér skógarmenn þekkið. Ég
kalla hana oft með sjálfum mér Beer-lakaj-roí. Fyrir mér er hún „lind hins lifanda
Guðs, sem sér mig.“ Hún prédikar kröptulega fyrir mér. Hún talar um uppsprettu
náðarinnar og hjálpræðisins í sjálfum mér, talar um líf mitt í Guði. Hversu indælt
er að horfa á hana og drekka úr henni, þegar hún streymir fram silfurtær og fögur.
Hversu ég er sæll þegar ég finn líf Guðs sonar í mér, þá er allt gott. En stundum
í breyskjuþurrkum minnkar hún og þrýtur og þá er ömurlegt að standa við slím-
ugan farveginn, þurran og tóman. Þá prédikar hún um þá hættu fyrir mig að guðs-
lífið dofni, og bendir mér á, hvemig fara muni ef ég ekki vaki yfir sjálfum mér
og læt bænina dofna og vanræki að ausa vatni úr lindum hjálpræðisins. . .
Hvernig er líf þitt, Skógarmaður, er það líkt hinni streymandi vatnslind, eða
er það líkt tómum uppþomuðum farvegi? Láttu það ekki henda þig en komdu til
Jesú og gefðu honum fullt vald yfir þér! Þá verður þú sannur Skógarmaður, gróður-
settur við streymandi lind þess lifanda Guðs, sem sér þig eins og þú ert!“ . . .
Ekki verður annað sagt en að hér takist sr. Friðrik prýðilega að leggja út
af þessum einkunnarorðum sínum og gera það á mjög lifandi hátt fyrir sína
ungu lesendur með því að tengja við þá mynd sem þeir þekkja allir, þ.e. mynd-
ina af lindinni í Vatnaskógi og með henni tengir hann saman texta úr Gamla
og Nýja testamentinu, sem hann túlkar alla í ljósi Jesú Krists, hans sem allar
uppsprettulindirnar streyma frá.
Huggunarbobskapur Deutero-Jesaja fluttur holdsveikum
Frá og með útgáfu skýringarits B. Duhms (1847-1928)21 við Jesaja árið 189222
hefur það verið ríkjandi skoðun í gamlatestamentisfræðum að k. 40-55 í Jesaja-
ritinu séu sér á parti innan ritsins og eigi rætur sínar að rekja til spámanns
sem starfað hafi meðal þeirra Gyðinga sem fluttir voru í útlegð til Babýlon
við fall Jerúsalemborgar 587 f.Kr. Nafn þessa spámanns þekkjum við ekki,
21 Ágæta grein um Bernhard Duhm er að finna í bók R. Smend, Deutsche Alttestamentler in
drei Jahrhunderten. Göttingen: Vandenhoeck & Ruprecht 1989, s. 114-128.
22 B. Duhm, Das Buch Jesaja, Göttingen, 1892.
112