Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.09.1998, Blaðsíða 207
Bókmenntafrœðileg greining Lúk. 5. 1-11
Sjónarhorn sögumanns er lífsskoðanalegt, þar sem hann dregur fram hið
undursamlega í fari Jesú og sýnir menn fylgja honum.
Stílþœttir framsetningarinnar
Stíll frásögunnar er knappur, einkum í fyrri hluta frásögunnar og orðfærið
hlutlægt. Ohlutbundin hugtök eru fá og guðfræðileg eins og „orð Guðs,“
Xóyo? 0eoú, v. 1, og „syndugur maður,“ ávrip áp.apTo\ós-, v. 8. Sérstaka at-
hygli vekur myndmálið í orðum Jesú í v. 10, þar sem hann líkir því að vinna
menn fyrir Guðs ríki við það að fanga dýr lifandi, ávGpwTrous' eop £toypcöv.
Sögumaður dregur í fáum dráttum upp knappa mynd af aðstæðum, þannig
að viðtakandi sér fyrir sér nokkra valda þætti í aðstæðum við ströndina, fólkið
þrengja að Jesú, er það hlustar á hann, Jesúm sjá tvo báta liggja á ströndinni
og fiskimenn þvo net sín. Síðan er sagt frá því, að Jesús stígur um borð í bát
Símonar og biður hann að leggja lítið eitt frá landi. Ekki er sagt frá því, að
svo hafi orðið, heldur er gert ráð fyrir því og sagt, að Jesú hafi sezt og kennt
fólkinu úr bátnum. Innihald kennslunnar er ekki rakið. Svipuðu máli gegnir
um lýsingu á viðbrögðum Símonar og félaga við hinni miklu veiði, er netin
rifna og þeir kalla á félaga sína í hinum bátnum. Hér er gert ráð fyrir að þeir
séu nálægir á djúpinu.
Tjáskiptin milli Jesú og Símonar eru innleidd með umsögn um eftirfar-
andi tjáningu, „bað,“ f)pcÓTT|CTev, v. 3, „sagði,“ el-rrev, v. 4, 5, 10, „svaraði,“
áTroKpL0eís‘, v. 5, „sagði,“ Xéycov, v. 8.
Orð Jesú eru tilfærð óbeint í v. 3, en annars eru tjáskiptin í framhaldi
textans í beinni ræðu. Með beinni ræðu færir sögumaður viðtakanda sinn nær
vettvangi og lætur hann heyra með sér það, sem sagt er. Sögumaður dregur
þannig viðtakanda sinn inn í söguna og skapar forsendur þess, að hann spyrji
ósjálfrátt sjálfan sig, hvað hann myndi gera í sporum Símonar.
Stílmynztur eins og endurtekning ákveðinna orða má finna í orðinu bátur,
ttXoíov, alls 6 sinnum, vv. 2, 3a, 3b, 7a, 7b, 11. Orðið net, Súktlov, kemur
þrisvar fyrir, vv. 2, 5, 6. Orðið veiði kemur tvisvar fyrir, áypa, v. 4, og áypa
íxOúcov, veiði fiska, v. 9. Því tengt er orðið, sem þýtt er mannaveiðari,
Ctoypcov áv0p(ÓTTtov, v. 10. Orðið Cwypöv er dregið af so. Curypéco, fanga
skepnur lifandi, myndað af lo. £coós\ lifandi og so. áypéco, ég veiði.11 Þessi
11 Sjá t. d. W. Bauer, Wörterbuch zum Neuen Testament. Berlin - New York: Walter de
Gruyter 61988; Sjá ennfremur Menge - Giitling, Griechisch - Deutsches und Deutsch -
Griechisches Wörterbuch mit besonderer Berucksichtigung der Etiimologie. Hand und
Schulausgabe. Teil I. Griechisch -Deutsch. Berlin-Schöneberg. Zweite Auflage 1913.
205