Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.09.1998, Blaðsíða 76
Clarence E. Glad
húmanísk túlkun trúarlegra texta í reynd möguleg? Getur trúarleg túlkun
kannski einungis verið húmanísk? Er húmanísk túlkun eitthvað annað og
meira en skilningur á bókmenntalegum einkennum biblíurita eða þeirrar lífs-
speki sem menn telja að greina megi á spjöldum Biblíunnar? Gerir húmanísk
túlkun Nýja testamentisins sérstöðu kristinna trúarhugmynda að engu, þvert
gegn ætlun Bultmanns?52
Bultmann kallaði guðfræðilega ritskýringu sína aldrei húmaníska.53 Guð
og maður eru algjörar andstæður þrátt fyrir fyrrnefnda skilgreiningu á
„guðfræði“; jafnframt trúði Bultmann á opinberun Guðs. Guðfræðileg rit-
skýring er þannig annað og meira en húmanísk túlkun. En vegna sérstaks
skilnings Bultmanns á guðfræði og vegna jákvæðrar afstöðu hans til heim-
speki Heideggers tel ég að hann hefði ekki alfarið hafnað þeirri nafngift eða
verið ósammála sporgöngumönnum sínum sem aðhyllast húmaníska túlkun
Nýja testamentisins.54
Lokaorð
Eg hef fjallað opinskátt um heimspekilegar og sögulegar forsendur húman-
ískrar túlkunar, enda tel ég slíkt vera í anda Bultmanns og Jóns. Báðir hafa
stundað hreina biblíuguðfrœði með húmanísku ívafi. Þótt slík guðfræði byggi
á sögulegri rannsókn á upphaf kristni einskorðar hún sig við Nýja testamentið
í guðfræðitúlkun sinni. Sumir kynnu að vilja segja að Jón hafi í þessu verið
bundinn af kröfum aðstæðnanna þar sem hann er fræðimaður sem hefur haft
það að lífsstarfi sínu að kenna verðandi prestum evangelísk-lúterskrar þjóð-
kirkju. Skýringarinnar er þó ekki síður að leita innan hinnar bultmönsku guð-
fræðihefðar sem hér hefur verið til umfjöllunar. Sú hefð dregur fram hin nánu
tengsl guðfræðilegrar og húmanískrar túlkunar og beinir jafnframt athyglinni
að sannindum sem oft vilja gleymast: Nýja testamentið er túlkuð guðfrœði-
saga.
52 Sjá hugleiðingar Bultmanns um kristinn sjálfskilning án Krists í „Neues Testament und
Mythologie," Kerygma und Mythos I (1948), bls. 31-40. Um hvar kristni og húmanismi
eiga samleið að mati Bultmanns sjá „Humanismus und Christentum," Glauben und
Verstehen II (1968), bls. 133-48.
53 Ég hef lagt þessa staðhæfingu undir Mogens Miiller, prófessor við Kaupmannahafnar-
háskóla, þar sem þessi grein var samin, en hann er sérfræðingur í ritum Bultmanns. Sjálfur
hef ég ekki lesið nema hluta af öllu því sem Bultmann skrifaði.
54 Sjá Bultmann, „Zur Geschichte der Paulus-Forschung“ (Rengstorf, ritstj., Das Paulusbild
in der neueren deutschen Forschung (1982), bls. 337: „Ich denke, je mehr man sich den
existentiellen Charakter des paulinischen Denkens klarmacht, desto mehr wird man
wieder sehen, dass die weltgeschichtliche Bedeutung des Paulus nirgends anders als darin
liegt, dass er Theologe war.“
74