Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.09.1998, Blaðsíða 61
Rudolf Bultmann og Jón Sveinbjörnsson
hina gnóstísku hjálpræðisgoðsögn. í síðasta tilvikinu er að finna afar skýrt
dæmi um sambland af hinu sögulega og einstaka og hins guðfræðilega og al-
gilda.14
Bók Bultmanns Geschichte der synoptischen Tradition (1921) breytti
hefðbundnum áherslum formsögulegra rannsókna guðspjallanna. Guðspjalla-
rannsóknir höfðu lagt áherslu á hinn sögulega Jesú, en með því að aldursgreina
ólík bókmenntaform innan samstofna guðspjallanna töldu menn að þeir gætu
rakið sig aftur í tímann nær hinum sögulega Jesú. Bultmann lagði aftur á móti
áherslu á hlutverk textanna í boðun og helgihaldi frumsafnaðanna. Hér voru
helgisagnir um orð og gerðir Jesú varðveittar þar sem þær þjónuðu mikilvægu
hlutverki í boðun safnaðanna um Jesú sem Drottin. Hinn sögulegi Jesús sem
boðar komu guðsríkisins er orðinn hluti af boðskap kirkjunnar. Upphaf og
kjarni kristindóms er ekki hinn sögulegi Jesús heldur boðskapurinn um Jesú
sem enn getur haft áhrif á menn og gefið þeim tækifæri til að túlka og sjá
sjálfa sig í nýju ljósi. Hinn sögulegi Jesús heyrir fortíðinni til; boðskapurinn
er hins vegar sístæður og brúar gjána milli nútíðar og fortíðar. Formrýnin
varpar þannig ljósi á hina guðfræðilegu vídd textanna.
Annað atriðið sem sýnir sérstöðu Bultmanns gagnvart trúarbragðasögu-
skólanum er almennur söguskilningur hans sem skýrir m.a. ofannefnda áherslu
Bultmanns á gildi orða Jesú innan frumsafnaðanna. Frjálslynda guðfræðin á
ofanverðri 19. öld hafði lagt áherslu á einfaldan boðskap Jesú um hið nýja
siðgæði en ekki á Pál og kristfræðilegar kennisetningar. William Wrede hafði
að einhverju leyti náð að endurvekja guðfræði Páls með áherslu á trúarinn-
lifunina í hellenískri kristni. Hér birtist einnig tiltekin mynd af sögu frum-
kristni: Jesús og palestínsk kristni, þá hellenísk kristni Páls og Jóhannesar og
að lokum frumkirkjan.15 Bultmann notaði þetta þróunarlíkan með áherslu á
mikilvæga áfanga í þeirri þróun í ofannefndri formsögu sinni; það varð einn-
ig uppistaðan í bók hans Theologie des Neuen Testaments. Hins vegar túlkar
hann þetta þróunarlíkan guðfræðilega.
Sannur söguskilningur er mikilvægari en skráning þróunarsögu frumkrist-
14 Ég styðst hér við Dieter Liihrmann, „Rudolf Bultmann and the History of Religion
School," í Theodore W. Jennings, Jr., ritstj., Text andLogos. The Humanistic Interpretation
oftlie New Testament (Atlanta, Georgia: Scholars Press, 1990), bls. 3-14, sem fjallar um
þessi þrjú atriði. Hann fjallar þó ekki um hugsanleg tengsl þessara áhersluþátta við 18. og
19. aldar umræður um hið einstaklingsbundna og almenna eins og ég geri í þessari ritgerð.
15 William Wrede, Paulus. Halle: Gebauer-Schwetsche, 1904. Wrede lagði til þetta þróunar-
líkan 1897 í „Uber Aufgabe und Methode der sogenannten Neutestamentlichen Theologie“
(Georg Strecker, ritstj., Das Problem der Theologie des Neuen Testaments. Darmstadt,
1975, bls. 81-154).
59
L