Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.09.1998, Blaðsíða 113
Vökumaður, hvað líður nóttunni?
Jesaja 12:3. Einkunnarorð sr. Friðriks
Einkunnarorð sín sótti sr. Friðrik Friðriksson, eins og áður sagði, til 8. aldar
spámannsins Jesaja (12:3): „Þér munuð með fögnuði vatn ausa úr lindum
hjálpræðisins." I handritasafni hans er þó ekki að finna hugvekjur eða prédik-
anir út frá þessum texta og vekur það óneitanlega nokkra athygli. Því hefur
verið haldið fram við mig að skýringarinnar kunni einfaldlega að vera að leita
í þeirri staðreynd að þessi texti hafi verið sr. Friðriki svo hugleikinn að hann
hafi jafnan talað blaðalaust út frá honum.20
í 7. árgangi Lindarinnar, blaðs Skógarmanna, 8. tbl., 4. nóv. 1936 er þó
að finna hugvekju sr. Friðriks út frá ofannefndum einkunnarorðum hans. í
upphafi hugvekjunnar þakkar sr. Friðrik Skógarmönnum fyrir áhuga þeirra í
skógarstarfinu og bætir við: „Ég gleðst af því að þeir hafa tekið „lindina“ úr
Vatnaskógi með sér hingað til bæjarins, svo að hún megi hressa og endumæra
oss, einnig á vetrartímanum og minna oss á þá prédikun sem lindin í Lindar-
rjóðri heldur fyrir oss á hverju sumri.“
Sr. Friðrik bendir á að í Guðs orði séu teknar margar samlíkingar af upp-
sprettum og streymandi lindum, en allar streymi þær úr uppsprettu hins lifanda
vatns, þeirri uppsprettu sem Jesús talar um er hann segir: „Hvern þann sem
drekkur af vatninu, sem ég mun gefa honum, mun aldrei að eilífu þyrsta,
heldur mun vatnið, sem ég mun gefa honum, verða í honum að lind, er sprettur
upp til eilífs lífs“ (Jh 4:14). Þannig sé Jesús uppsprettulindin eina; frá honum
streymi allar lindir hjálpræðisins. Síðan rekur sr. Friðrik hverjar uppsprettu-
lindimar eru sem frá Jesú streyma. „Ein af hinum hressandi lindum hjálp-
ræðisins er „Guðs orð“ í heilagri ritningu,“ segir hann. „Önnur lind hjálp-
ræðisins er bænin. Sá sem virkilega á þá uppsprettu í sér, hann örmagnast
aldrei...“ Þriðja lind hjálpræðisins er kvöldmáltíðin...“ Fjórða lind hjálp-
ræðisins er samfélag trúaðra og kristilegur félagsskapur. Um þann félagsskap
hefur sr. Friðrik þetta að segja:
Þeir sem rækja hann vel eru hamingjusamir menn, í honum fáum vér ekki ein-
ungis margar hressingarstundir, heldur einnig hvöt og styrkingu í hinu góða . . .
Sá getur ekki verið vel góður skógarmaður, sem vanrækir félag sitt. Láttu nú Guð
leiða þig til þess að nota vel þessar lindir hjálpræðisins, þá mun líf trúarinnar sjá
20 Sr. Friðrik mun þó ekki hafa lagt það í vana sinn að prédika blaðalaust, en á fundum meðal
drengja og unglinga í KFUM mun hann þó oft hafa talað án þess að styðjast við skrifaða
hugvekju. Við slíkar aðstæður er ekki ótrúlegt að hann hafi alloft talað út frá
einkunnarorðum sínum í Jesaja 12:3. Einnig kemur fyrir að hann vísi til þeirra í
prédikunum þar sem talað er út frá öðrum ritningarstöðum.
111