Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.09.1998, Blaðsíða 256
Sigurjón Arni Eyjólfsson
Ef við skoðum framsetningu manna á skilningi Lúthers í þessu samhengi, þá
ætti Lúther samkvæmt þessum skilningi og þar með lútherska orþódoxían
alfarið að hafa kennt aðra notkun lögmálsins án nokkurra tengsla við fagnaðar-
erindið eða fyrstu notkun lögmálsins. Að fagnaðarerindið geri lögmálið að
handhægu tæki trúarinnar og láti manninn virða fyrstu notkun þess er mönnum
almennt framandi. Syndin er hér lögð að jöfnu við syndarann og ekki gerður
greinarmunur þar á, en að skilningi Lúthers er það ætíð svo að Guð elskar
syndarann en hatar syndina, rétt eins og læknir berst gegn sjúkdómi til að
bjarga sjúklingi. Lúther segir að alls ekki megi rífa trúna úr því samhengi sem
hún stendur í, hún stendur aldrei ein heldur er hún alfarið bundin við Krist
og Lúther varar eindregið við því að menn bindi trú sína við reiði Guðs eða
að einblíni á hana.21
Við mætum sömu mynd einnig í umfjöllun um Hallgrím Pétursson. Þar
rekumst við t.d. á þá hugmynd að þegar Hallgrímur talar um ást og náð Guðs
föður þá brjóti hann af sér hlekki rétttrúnaðarins og rísi sem fuglinn Fönix
upp úr geldu lærdómskerfi hans. Þetta er niðurstaða Sigurður Nordal og hann
vísar til fertugasta og fjórða Passíusálms Hallgríms máli sínu til stuðnings:
[Þótt Hallgrímur] hafi verið allur af vilja gerður, gat hann ekki kaldhamrað Passíu-
sálmana með skylduna við rétttrúnaðinn einan í huga. Alltaf má þar finna, hvort
hann yrkir undir lögmáli eða undir náð, ef svo mætti að orði kveða: hvort hann
styðst framar öllu við lærdóma kennifeðranna eða trúarlegur innblástur hans sjálfs
gerir slíkum stuðningi ofaukið“.22
Sigurður vill draga fram spennuna milli skáldsins og guðfræðingsins í
Hallgrími þar sem skáldið ber sigurorð af guðfræðingnum. Eftirtektarvert er
að hann eignar guðfræðingnum lögmálið, nánar tiltekið aðra notkun þess, en
skáldinu fagnaðarerindið.23
Að mínu mati er þessi skilningur á rétttrúnaðinum að mörgu leyti rangur
þar sem þjóðfélagslegar hræringar á 19. og 20. öld hafa um of mótað lestur
manna á guðfræðilegu málfari lúthersku orþódoxíunnar.24 Auðvitað er varla
21 Sigurjón Ámi Eyjólfsson: Reiði Guðs í guðfræði Marteins Lúthers, 8-27.
22 Sigurður Nordal: Hallgrímur Pétursson og Passíusálmamir, 121. Sigurður fjallar sérstak-
lega um Ps 44. Sama rit, 105-109, 116- 117, 120.
23 Þannig segir Magnús Jónsson: „En skáldið mótar líka trúarlíf hans, gefur því þessa ein-
dæma dýpt og hæð, lengd og breidd, að tekið hefir út yfir allar stefnur og mismunandi
skoðanir fram á þennan dag, svo að jafnvel hinir róttækustu í skoðunum hans finna yl frá
hans óhaggandi rétttrúnaði." Magnús Jónsson: Hallgrímur Pétursson. Ævi hans og starf, 127.
24 Nægir hér t.d. varðandi kveðskap Hallgríms að minna á trúfræði Einars Sigurbjörnssonar,
Credo, þar sem hann sýnir hvernig Hallgrímur Pétursson tengist meira eða minna
flestöllum atriðum í trúfræðinni. Einar Sigurbjörnsson: Credo. Kristin trúfræði.
254