Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.09.1998, Blaðsíða 216
Kristján Búason
svar við spuíningu, sem hlýtur að vakna, hvers vegna fiskimenn á hinum bátn-
um eru nefndir til sögunnar.
II. 1 ,b2. Framvindustaðhæfingin, að Símon Pétur sér hina miklu óvæntu
veiði er kjamastaðhæfing, sem innleiðir viðbrögð fiskimannanna. Hún stendur
í tíma og orsakasamhengi við undanfarandi miklu veiði. Framvindustaðhæf-
ingin, að Símon Pétur fellur að knjám Jesú, markar skil í ákveðnum við-
brögðum og er því kjarnastaðhæfing, sem stendur í tíma og orsakasamhengi
við það, að hann sér og þá um leið það, sem hann sér, hina miklu veiði.
Framvindustaðhæfingin, að hann talar (til Jesú), um að hann fari frá sér,
því að hann sé syndugur maður, og ávarpar hann sem herra / drottinn, er sömu-
leiðis kjarnastaðhæfing.
Þessar tvær kjarnastaðhæfingar fela í sér lausn á þeim þætti meginflækj-
unnar, sem að framan var nefndur efasemdir Símonar.
Þessu næst fylgir innskot sögumanns, sem túlkar nánar viðbrögð Símonar
Péturs, að hann féll að knjám Jesú, svo og orð hans. Þau fela jafnframt í sér
undistrikun.
Túlkun sögumanns felst í stöðustaðhæfingu, að Símon Pétur er gripinn
óttablandinni undrun yfir hinni miklu veiði fiska. Framvindustaðhæfingin, að
þeir hrepptu veiði fiska, er fylgistaðhæfing, sem felur í sér nánari undirstrikun.
Sama máli gegnir um alla þá, sem með honum eru. Þá bætir sögumaður við,
að sama máli gegni um tvo nafngreinda menn, Jakob og Jóhannes, syni Zebe-
deusar, sem hann í enn einni stöðustaðhæfingu einkennir sem félaga Símonar.
Þetta innskot sögumanns túlkar ekki aðeins viðbrögð Símonar Péturs. Um
leið og það undirstrikar þau, þá vekja þau athygli á, að óttablandin viðbrögð
hafi verið viðbrögð viðkomandi fiskimanna allra, þar á meðal hinna
nafngreindu félaga. Símon Pétur talar sem fulltrúi þeirra allra.
Viðbrögð Símonar Péturs túlka hina miklu veiði og standa því í orsaka-
samhengi við meginfléttu annars hluta sögunnar, sem hefst með fyrirmælum
Jesú, orðum Jesú, og við spurninguna um vægi þeirra. Viðbrögð Símonar Pét-
urs í því, að hann fellur að knjám Jesú, og í orðum þeim, sem hann talar, verða
ekki skilin öðruvísi en sem mannleg viðbrögð við óvæntri guðdómlegri opin-
berun, sbr hið lotningarfulla ávarp, herra / drottinn. Hér er hægt að sjá tengsl
við staðhæfinguna í upphafi Lúk. 5. 1-11, þar sem fólkið þrengir að Jesú og
hlustar á orð Guðs og kennslu fólksins úr bátnum. í síðari hluta framvindunnar
er um orð Jesú til fiskimannanna að ræða og vægi þeirra. Hér eru tjáð hvörf
í samskiptum Jesú og Símonar sem og fiskimannanna allra vegna opinberunar
á vægi orða Jesú og þar með Jesú sjálfs.
Eftir staðhæfingu um viðbrögð Símonar Péturs og fiskimannanna fylgir
214