Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.09.1998, Blaðsíða 17
Ritningin og kvennagagnrýnin
árið 1983 og Bread Not Stone. The Challenge ofFeminist Biblical Interpreta-
tion, sem kom út ári síðar.* * * 7 I síðarnefndu bókinni setur Schiissler Fiorenza
fram hugmyndir sínar um gagnrýna, en jafnframt uppbyggjandi endurskoðun
á Biblíunni, en í In Memory of Her kynnir hún niðurstöður rannsókna sinna
á jafnréttishreyfingunni sem Jesús setti á stofn. Schussler Fiorenza leggur
áherslu á mikilvæga stöðu kvenna í lærisveinahópnum, hópi nánustu vina
Jesú, en einnig innan frumkirkjunnar, þar sem konur gegndu leiðtogahlut-
verkum, bæði sem postular og spámenn. Að mati Schussler Fiorenzu bendir
margt til þess að jafnréttissamfélagið hafi á annarri og þriðju öld átt í vök að
verjast fyrir vaxandi áhrifum frá feðraveldishugsunarhættinum, sem ríkti úti
í þjóðfélaginu. Hún telur ýmsa texta Nýja testamentisins bera vitni um þá tog-
streitu sem ríkti innan kirkjunnar, á milli þeirra sem varðveita vildu jafnréttis-
hugsjón Krists og hinna sem taka vildu upp valdafyrirkomulag feðraveldisins,
þar sem hinir síðarnefndu báru að lokum sigur úr býtum.8 En það er ekki
eingöngu sögulegur áhugi sem knýr Schussler Fiorenzu áfram, því hún álítur
að mikilvægi gagnrýninnar endurskoðunar ritningarinnar ráðist fyrst og fremst
af því að enn þann dag í dag sé ritningin notuð „sem trúarleg réttlæting og
hugmyndafræðileg löggilding á feðraveldinu."9
Kvennagagnrýnin túlkun ritningarinnar kallar, að mati Schússler Fiorenzu,
á breyttar forsendur (a shift in paradigm), þar sem Biblían er ekki lengur skoð-
uð sem goðsöguleg frumgerð (mythological archetype) heldur sem söguleg
fyrirmynd (historical prototype). Sem goðsöguleg frumgerð hefur ritningin
staðlandi vald, allsstaðar og alltaf, óháð sögulegum kringumstæðum. Þannig
fær sögulega skilyrt reynsla yfirfærða og altæka merkingu. Ef Biblían er skoð-
uð sem goðsöguleg frumgerð er gagnrýnið mat útilokað og því telur Schússler
Fiorenza að aðeins tvennt komi til greina: annað hvort verði að samþykkja
testamentinu, sem prófessor Jón Sveinbjörnsson kenndi í frjálsu námi haustið 1985. Þetta
var fyrsta námskeiðið í guðfræðideild Háskóla íslands, sem fjallaði um konur og guðfræði
kvenna.
7 Aðrar bækur sem Schiissler Fiorenza hefur skrifað eru: Revelation: Vision ofa Just World.
1991. Fortress Press, Philadelphia; But She Said: Feminist Practices of Biblical
Interpretation. 1992. Beacon Press, Boston; Discipleship of Equals: A Critical Feminist
Ekklesia-logy of Liberation. 1993. Crossroad, New York; Jesus: Miriam’s Cltild, Sopliia’s
Prophet. Critical Issues in Feminist Christology. 1994. Continuum, New York. Hún hefur
einnig ritstýrt tveggja binda verki, sem kallast Searching the Scriptures: A Feminist Intro-
duction and Commentary. 1993. Crossroad, New York.
8 Sjá t.d. umfjöllun Schiissler Fiorenzu um svokallaðar hústöflur í Bread Not Stone, 65-92
og In Memory of Her, 251-334. Sjá einnig: „Women in the Early Christian Movement" í
Womanspirit Rising. A Feminist Reader in Religion, ritstj. Carol P. Christ og Judith Plas-
kow, 84-92.
9 Schiissler Fiorenza: Bread Not Stone, xi.
15