Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.09.1998, Blaðsíða 56
Clarence E. Glad
sérstökum skilningi Bultmanns á guðfrœði. Ég fjalla í þriðja lagi um áherslur
Jóns Sveinbjörnssonar innan umræddrar fræðigreinar. I fjórða lagi fjalla ég
um heimspekilegar forsendur húmanískrar túlkunar. Þar tek ég til samanburðar
önnur dæmi um slíka túlkun sérstaklega eins og þau birtast í ritum Hendrikus
W. Boers, en áherslur hans minna um margt á nálgun Jóns. Að lokum fjalla
ég um sögulegar rætur húmanískrar túlkunar, en þær er bæði að finna í ritum
Bultmanns og forvera hans sem töluðu um algild sannindi Biblíunnar.
7. Guðfrœði Nýja testamentisins
Guðfræði Nýja testamentisins er ekki gömul fræðigrein innan nýjatestamentis-
fræða, en upphaf hennar er að finna á mótunarárum sögulegra biblíurannsókna
á 18. öld.2 Segja má að allt til upphafs 20. aldar hafi markmið sögulegrar
biblíurýni verið tvíþætt. Annars vegar reyndi slík sögurýni að losa biblíutexta
úr greipum kirkjulegra hefða og kristinna trúfræðinga, til að textamir gætu
gagnrýnt viðkomandi trúarhefðir. Sístæð gagnrýni byggð á túlkun Biblíunnar
við aðstæður líðandi stundar var talin eðlileg í Ijósi þess að kristindómur væri
sögulegur átrúnaður. Hins vegar var markmið sögulegrar biblíurýni að treysta
bíblíufræðin í sessi innan akademísks samhengis með því að beita viðurkennd-
um vísindalegum aðferðum. Textarnir sem sögulegar stærðir eru viðfang
fræðilegrar skoðunar og mats. I fyrra tilvikinu má segja að hvatirnar séu guð-
fræðilegar en í hinu seinna að þær séu akademískar og mótaðar af ríkjandi
fræðahefðum viðkomandi háskólasamfélaga. Bæði markmiðin krefjast hins
vegar sögulegrar ritskýringar á textum Nýja testamentisins.3
Sögurýnin myndaði gjá milli nútíðar og fortíðar, í það minnsta í huga
fræðimannsins;4 hún leiddi til togstreitu milli sagnfræðilegrar og guðfræði-
2 Clarence E. Glad, „Guðfræði Nýja testamentisins í ljósi félagssögulegra rannsókna á frum-
kristni,“ í Anna Agnarsdóttir, Pétur Pétursson og Torfi Tulinius, ritstj., Milli himins og
jarðar (Reykjavík: Háskólaútgáfan, 1997), bls. 175-193.
3 Hinar guðfræðilegu ástæður sögulegrar ritskýringar eru raktar í ritgerðum J. P. Gablers
árið 1787, „On the Proper Distinction between Biblical and Dogmatic Theology and the
Specific Objectives of Each“ (Ensk þýðing J. Sandys-Wunsch and L. Eldridge í „J.P.
Gabler and the Distinction between Biblical and Dogmatic Theology: Translation, Com-
mentary, and Discussion of His Originality," Scottish Journal ofTheology 33 (1980), bls.
133-158) og Adolf Schlatters árið 1909, „The Theology of the New Testament and
Dogmatics" (Sjá enska þýðingu í R. Morgan (ritstj.), The Nature ofNew Testament Theo-
logy: The Contribution ofWilliam Wrede andAdoIfSchlatter (London: SCM Press, 1973),
bls. 117-166). Umræða Schlatters var mjög nútímaleg. Hann færði all sannfærandi rök fyrir
því að sérhver túlkun, guðfræðileg sem akademísk, sé háð eigin forsendum.
4 Við almennari lestur Biblíunnar hvarf bilið milli fortíðar og nútíðar í hugum margra. Sjá
Clarence E. Glad, „Kennivald Biblíunnar í ljósi sögulegs biblíuskilnings," Kirkjuritið 63,
2. sérrit (júní, 1997), bls. 23.
54
j