Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.09.1998, Blaðsíða 275
Minnið og tíminn
og ég tala þetta eru myndimar af öllu því, sem ég tala um, nærverandi, komnar
úr sama dýrgripasafni minnisins. Með engu móti gæti ég neitt orðað af þessu
tagi, ef þeirra væri vant.
Mikill er kraftur minnisins, stórum mikill, Guð minn. Það er innra rými,
vítt og takmarkalaust. Hver kafar þar til botns? Og þessi kraftur er í huga
mínum, eign eðlis míns. En sjálfur skil ég ekki að fullu, hver ég er. Þannig
er hugurinn of þröngur til þess að rúma sjálfan sig. Og hvar er þá það, sem
hann rúmar ekki af sjálfum sér? Er það utan hans, ekki innan? Hvernig rúmar
hann það ekki? Þetta vekur mér mikla undrun. Furða lýstur mig.
Menn taka sig upp til þess að dást að háum fjöllum, voldugum öldum
sjávar, miklum fljótum, víðáttu úthafsins, göngu stjamanna. Og ganga framhjá
sjálfum sér. Þeir undrast ekki það, að þegar ég nefni þetta allt, sé ég það ekki
með augum mínum en hefði samt ekki getað nefnt það, ef ég sæi ekki fyrir
mér fjöll og öldur, fljót og stjömur, sem ég hef litið, og úthafið, sem ég hef
spumir af, þar sem þetta er inni í minni mínu, í svo mikilfenglegri víðáttu og
blasir þó við augum. Samt svelgdi ég þetta ekki í mig með sjóninni, þegar ég
leit það augum, og ekki er það í mér sjálft, heldur myndir af því. Og ég veit,
hvaða skynfæri líkamans greypti hvert um sig inn í mig.
IX.
En ekki er þetta hið eina, sem minni mitt geymir með ólýsanlegri hæfni sinni.
Þar er og allt, sem ég hef lært í vísindum og er ekki búinn að gleyma, og er
sem það sé á fjarlægari innri stað, sem þó er enginn staður. Og hér eru það
ekki myndir einar, sem ég á, heldur efnið sjálft. Allt sem ég veit í málfræði
og rökfræði eða um, hve margar séu tegundir spurninga, allt er það í minni
mínu. Og ekki þannig, að ég hafi aðeins náð í mynd af þessu en það sjálft
orðið eftir, eins og þegar ómur kemur og fer eða rödd, sem nær eyrum og ég
get rifjað upp hljóm hennar, þótt hún hljómi ekki lengur, ekki eins og þefur,
sem snertir þefskynið um leið og hann svífur hjá með vindinum en festir í
minnið áhrif, sem unnt er að rifja upp, ekki eins og matur, sem kominn er í
magann og bragðlaus þar en samt með bragði í minningunni, ekki eins og það,
sem vér skynjum með líkamlegri snertingu og minnið geymir mynd af, þótt
horfið sé hjá. Þessir hlutir komast ekki sjálfir inn í minnið, vér grípum aðeins
með furðulegum hraða myndir af þeim og setjum þær í furðulega klefa og
sækjum þær þangað með furðulegum hætti, þegar vér minnumst.
273