Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.09.1998, Blaðsíða 209
Bókmenntafrœðileg greining Lúk. 5. 1-11
skiptapörin eru aðskilin með lýsingu á hinni miklu veiði. Þá er síðara parið
aðskilið með athugasemd sögumanns um óttablandin viðbrögð Símonar Péturs
og félaga svo og upplýsingum hans, hverjir félagarnir voru. Þetta gefur lýsingu
á hinni miklu veiði miðlæga stöðu, en sérstaka merkingu sína fær sú lýsing í
ljósi tjáskiptanna á undan. Hinn mikla veiði stendur í andstöðu við enga veiði
nóttina á undan, sbr orð Símonar. Hún er þannig undirstrikuð sem undur og
sem vitnisburður um guðdómlegt áhrifavald Jesú. Þetta er undirstrikað í við-
brögðum Símonar Péturs og félaga, sem tjá lotningu og ótta.
Það vekur athygli, að orð Símonar Péturs tjá óttablandna afstöðu hans og
neikvætt sjálfsmat gagnvart Jesú, v. 8, en ekki jákvæða umsögn um Jesúm,
nema í sjálfu tignarávarpinu, herra / drottinn, KÚpte. Tign Jesú er látin endur-
speglast í viðbrögðum fiskimannanna, sem fá mikið rúm í framsetningunni.
Þannig beinir sögumaður athygli viðtakanda óbeint að Jesú. Óttablandin
virðing, Odppo?, v. 9, er undirstrikuð í skýrandi athugasemd sögumanns. í
svari Jesú er tekið á óttanum, pf] <þo|3o0, v. 10, og Símon er hughreystur með
yfirlýsingu um hlutverk hans þaðan í frá sem mannaveiðara, áv0pu)1Tous• ecrri
Ctoypcor’. Orð (lh. nt. gm. kk. et.)13 um þann, sem veiðir dýr lifandi, er sett hér
í samhengi manna. Þetta samhengi er tjáð með eftirfarandi lýsingu á við-
brögðum fiskimannanna, þar sem þeir gerast fylgjendur Jesú, sem boðar Guðs
orð, fagnaðarerindið um Guðs ríki. Orðið mannaveiðari er með öðrum orðum
metafóra um þann sem vinnur menn fyrir Guðs ríki, þannig tengist metafóran
í yfirlýsingu Jesú í niðurlagi frásögunnar yfirgrípandi málefni frásögunnar,
sem er boðun Guðs orðs og viðbrögð við henni.
Samkvæmt frásögunni á boðunin sér stað í samhengi fiskiveiðanna. Fyrir-
mælin í v. 4 og hin mikla veiði við það að fara að orðum Jesú ásamt yfirlýs-
ingu Jesú er hluti af boðun hans. Frásagan verður þannig dæmi (exemplum)
úr boðunarstarfi Jesú. En í dæmi (exemplum) er um sama samhegi, sama plan,
að ræða í málefni og mynd. Dæmi (exemplum) aðskilur sig dæmisögu.
Dæmisaga er hér skilin sem mynd, þar sem málefnið er fellt inn í myndina,
sem gerist í öðru samhengi, á öðru plani.14 Hér hefur dæmið ýmislegt sam-
eiginlegt kraftaverkasögu, en slfk saga einkennist af lýsingu á kraftaverki sem
svari við neikvæðum aðstæðum, sem er ýtarlega lýst. Hér er engin ýtarleg
lýsing á vandkvæðum fiskimannanna. Þess ber að gæta, að í frásögunni kemur
hvatning Jesú eins og upp úr þurru, frumkvæðið kemur ekki frá fiskimönn-
13 Sjá nánari umfjöllun hér síðar.
14 Sjá R. Bultmann, Die Geschichte der synoptischen Tradition. Göttingen: Vandenhoeck &
Ruprecht (1921) 71967. Bls. 188 n.; M. H. Abrams, A Glossary of Literary Terms. New
York e.c.: Holt, Rinehart and Winston, Inc. 51985. Bls. 6-7.
207