Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.09.1998, Blaðsíða 125
Vökumaður, hvað líður nóttunni ?
Jóhanns Hannessonar (1910-1976)41 og Sigurbjörns Einarssonar (f. 1911).42
Báðir voru þeir andstæðingar frjálslyndu guðfræðinnar, báðir stunduðu þeir
um skeið nám hjá kunnasta guðfræðingi aldarinnar, Karli Barth (1886-1968)
í Basel,43 og báðir áttu þeir eftir að verða prófessorar við guðfræðideild Há-
skóla Islands. Annar þeirra er kunnastur fyrir starf sitt á kristniboðsakrinum
í Kína, hinn sem biskup Islands. Til grundvallar vígslulýsingum sínum valdi
sr. Friðrik í báðum tilfellum texta úr Jesajaritinu.
Jóhann Hannesson var vígður af Jóni Helgasyni biskupi í Dómkirkjunni
27. júní 1937 til kristniboðsstarfa í Kína. Sr. Friðrik valdi einn af uppáhalds-
textum sínum til grundvallar vígslulýsingunni, Jesaja 60:1-2: „Statt upp, skín
þú, því að ljós þitt kemur og dýrð Drottins rennur upp yfir þér! Því sjá, myrkur
grúfir yfir jörðinni og sorti yfir þjóðunum, en yfir þér upp rennur Drottinn.“
Vígslulýsinguna hóf sr. Friðrik með því að vitna í orð Jesaja: „Statt upp,
skín þú“ og bætti við: „Þetta er sameiginleg köllun til lærisveina Jesú. Undan
henni kemst enginn, sem vill vera lærisveinn Jesú og kristinn maður . . . Og
þótt oss finnist að oss sé um megn að skína þannig þá skulum vér muna að
með hverju boði sínu gefur hann fyrirheit, því að af eigin rammleik getum
vér ekki hlýtt boði hans, né framkvæmt vilja hans.“ Hann minnir síðan á að
jafnvel hinar mestu hetjur í Guðs ríki, svo sem Móse, hafi verið tregar til að
takast slíkt á hendur og hafi reynt að afsaka sig í byrjun.44 En Guð slái niður
41 Sjá Kristur og menningin. Minningarrit um sr. Jóhann Hannesson prófessor. Ritröð Guð-
frœðistofnunar 5,1991 (175s.). Rit þetta hefur að geyma greinar um Jóhann eftir samstarfs-
menn hans, vini og nemendur en einnig ýmsar greinar eftir hann sjálfan.
42 Sjá Sigurður A. Magnússon, Sigurbjörn biskup. Ævi og starf. Setberg 1988 og Coram Deo.
Fyrir augliti Guðs. Greinasafn gefið út í tilefni af sjötugsafmœli dr. theol. Sigubjörns Einars-
sonar 30. júní 1981. Örn og Örlygur 1981.
43 Óendanlega mikið hefur verið skrifað um Karl Barth, en einna athyglisverðasta heimildin
um hann er sú ævisaga hans sem fyrst og síðast er byggð upp á sendibréfum hans sjálfs
og minnispunktum hans um eigið líf. Sjá E. Busch, Karl Barth. His Lifefrom Letters and
Autobiographical Texts. E.þ. London 1976. Jóhann Hannesson skrifaði nokkuð um Barth.
Athyglisverðust er grein hans „Karl Barth og guðfræði hans.“ Orðið. Misserisrit Félags
guðfrœðinema 3,1967, s. 3-14 og framhald í sama riti 1971, s. 42-50 „Karl Barth. Guð-
fræði hans og áhrif.“ Sigurbjöm Einarsson segir frá kynnum sínum af Barth í bók Sig-
urður A. Magnússonar, Sigurbjörn biskup. Ævi og starf. Setberg 1988, s. 199-205. Þriðji
íslendingur sem stundaði nám hjá Karli Barth um skeið var sr. Eiríkur J. Eiríksson. Sjá
grein hans í Kirkjuritinu 3,1937, s. 379-380, „Lærisveinn Barths lýsir honum.“
44 Hér má minna á að nokkrar köllunarfrásögur Gamla testamentisins virðast fylgja föstu
mynstri þar sem megineinkennið er það að sá sem kallaður er af Guði færist undan, telur
sig ekki verðugan eða ekki valda því hlutverki sem honum er falið. Bestu dæmin eru köllun
Jeremía í Jer 1, köllun Gídeons í Dm 6:11-24 og köllun Móse í 2.Mós 3:1-4:17. Mynstrið
sem birtist í þessum köllunarfrásögnum er þannig: Köllun, hlutverk, mótmæli, fyrirheit
og tákn.
123