Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.09.1998, Blaðsíða 215
Bókmenntafrœðileg greining Lúk. 5. 1-11
henni. Með yfirlýsingu um, að Símon vilji fara að orðum Jesú, er gefið fyrir-
heiti um úrlausn, að farið verði að orðum Jesú, en eftir situr í ljósi reynslunnar,
að vart sé nokkurs að vænta, en það felur í sér vissa eftirvæntingu eða dvöl
(e. suspence), sem gæti brugðið til beggja vona. í svari Símonar kemur fram,
að í fyrirmælum Jesú er með öðrum orðum fólgin flækja, sem hefur tvo
nátengda þætti. Annars vegar er spurningin um gildi orða Jesú og hins vegar
efasemdir Símonar.
A eftir fer staðhæfing, sem áréttar, að fiskimennirnir fara að orðum Jesú.
Þessi staðhæfing er í eðli sínu undirliðuð kjarnastaðhæfing, sem stendur í
orsakasamhengi við yfirlýsingu Símonar og beiðni Jesú.
II. \.bl. Framvindustaðhæfingin, að þeir (flt) lokuðu inni mikla mergð
fiska markar hið óvænta (e. surprise), sem tengist dvölinni, sem vakin er í svari
Símonar, og felur í sér mikilvæg hvörf í framvindunni. Hér er því um mikil-
væga kjamastaðhæfingu að ræða. Hún stendur í tíma- og orsakasamhengi við
hlýðni fiskimannanna og endanlega í orsakasamhengi við boð Jesú til Sím-
onar, svo og svar hans, að fara að orðum Jesú.
Staðhæfingin, að netin rifna, er fylgistaðhæfing, sem stendur í orsaka-
samhengi við kjarnastaðhæfinguna og felur í sér nánari undirstrikun hinnar
miklu veiði. En kjarnastaðhæfingin ásamt fylgistaðhæfingunni um hina miklu
veiði felur í sér vanda, sem kallar á lausn, björgun veiðinnar.
A eftir fylgir undirliðuð kjamastaðhæfing, þar sem fiskimennirnir gefa
útgerðarfélögum sínum í hinum bátnum merki um að koma og hjálpa sér. Þessi
kjamastaðhæfing stendur í orsakasamhengi við undanfarandi kjarnastaðhæf-
ingu um hina miklu veiði.
Þar næst fylgir kjamastaðhæfing, að félagarnir koma, sem stendur í orsaka-
samhengi við næstu kjarnastaðhæfingu á undan, hjálparbeiðnina. Fylgi-
staðhæfing greinir frá því, að fiskimennirnir fylla báða bátana. Hún stendur
í orsakasamhengi við hjálparbeiðnina og undirstrikar hina miklu veiði. Stöðu-
staðhæfingin um, að bátarnir taka að sökkva, stendur í orsakasamhengi við
fyllingu bátanna og undirstrikar enn frekar hina miklu veiði.
Kjarnastaðhæfingin um hina miklu veiði og björgun hennar, felur í sér
flækju og lausn, sem fær í framvindu sögunnar ítarlega umfjöllun og undir-
strikun. Hér er um undirliðaða orsakafléttu í framvindu sögunnar að ræða.
Þessi hluti frásögunnar um hina miklu veiði felur í sér lausn hluta þeirrar
meginflækju, sem fyrirmæli Jesú til Símonar fela í sér, spurningarinnar um
gildi orða Jesú. Hér er um meginorsakafléttu að ræða.
Þessi hluti frásögunnar tengist jafnframt lausu endunum í fyrri hluta
framvindunnar, þar sem getið var tveggja báta og áhafna þeirra. Hér er gefið
213