Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.09.1998, Blaðsíða 92
Guðrún Kvaran
gud.“ Kirby nefnir enga tilvitnun í 121. sálm. í Guðbrandsbiblíu er sam-
svarandi staður: „Vered kyrrer / og medkienned þad eg em Gud.“ Þarna eru
engin tengsl sýnileg.
Engin tengsl virðast heldur með Saltaraþýðingunni í Guðbrandsbiblíu og
svonefndum Vínar saltara sem Heiko Uecker gaf út 1980. Þar er um að ræða
íslenska þýðingu sem skrifuð var milli lína í latneskum Saltaratexta. Ekki er
þó um allan Saltarann að ræða, aðeins frá 16. sálmi til 103. sálms. Sé 46.
sálmur borinn saman við Vínar saltarann (45. sálm þar) er ekki unnt að koma
auga á nein bein tengsl (1980:55).
Ekkert hefur því komið fram sem bendir til að Oddur, sé gert ráð fyrir að
hann hafi þýtt Saltarann, hafi stuðst við eldri þýðingar. Hann hefur því þýtt
beint eftir Lúther og haft Vulgötu sér við hlið. Það er því forvitnilegt að bera
íslensku þýðinguna að þýðingu Lúthers.
Biblía Lúthers 1545:
46. sálmur
Gott ist unser Zuuersicht vnd Stercke, Eine Huelffe in den grossen Noeten,
die vns troffen haben.
Darumb fuerchten wir vns nicht, wenn gleich die Welt vntergienge, Vnd
die Berge mitten ins Meer suencken.
Wenn gleich das Meer wuetet vnd wallet, Vnd von seinem vngestuem die
Berge einfielen, Sela.
Dennoch sol die stad Gottes fein luestig bleiben, mit jren Bruenlin, Da
die heiligen Wonungen des Hoehesten sind.
Gott ist bey jr drinen, darumb wird sie wol bleiben, Gott hilfft ir fruee.
Die Heiden muessen verzagen, vnd die Koenigreiche fallen, Das Erdreich
mus vergehen, wenn er sich hoeren lesst.
Der HERR Zebaoth ist mit vns, Der Gott Iakob ist vnser Schutz, Sela.
Kompt her, vnd schawet die werck des HERRN, Der auff Erden solch
zerstoeren anrichtet.
Der den Kriegen steuret in aller Welt, Der Bogen zubricht, Spies zuschlegt,
vnd Wagen mit fewer verbrend.
Seid stille, vnd erkennet, das ich Gott bin, Ich wil Ehre einlegen, vnter
den Heiden, Ich wil ehre einlegen auff Erden.
Der HERR Zebaoth ist mit vns, Der Gott Iacob ist vnser Schutz, Sela.
90