Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.09.1998, Blaðsíða 117
Vökumaður, hvað líður nóttunni?
Vesturheimi. Um það eru raunar fjölmörg dæmi hvernig þeir sem fluttu til
Vesturheims, ekki aðeins Islendingar, tengdu við ýmislegt úr Gamla testa-
mentinu svo sem við exodus-stefið, Móse, fyrirheitna landið og útlegðina í
Babýlon, svo dæmi séu tekin. Þar er raunar um mjög forvitnilegt rannsóknar-
efni að ræða.24
Lítil notkun 2. Mósebókar vekur athygli
Mósebækurnar hafna í þriðja sæti yfir þau rit Gamla testamentisins sem sr.
Friðrik notar mest, en notkun hans á þeim er þó margfalt minni en notkunin
á Davíðssálmum og Jesajaritinu.25 Hér er enginn einn texti sem sker sig úr,
en sérstaka athygli vekur að textarnir eru nær eingöngu sóttir í 1. og 5.
Mósebók og aðeins eina hugvekju er að finna þar sem lagt er út af texta úr
2. Mósebók, þar sem þó er að finna tvo af miðlægustu og þýðingarmestu at-
burðum Gamla testamentisins, þ.e. frelsun hinna hebresku þræla úr ánauðinni
í Egyptalandi og sáttmálsgerðinni á Sínaí-fjalli. Það vekur óneitanlega athygli
að sr. Friðrik skuli nær algjörlega sniðganga þessa áhrifamiklu bók.26 Úr henni
er aðeins að finna eina prédikun í öllu ræðu- og prédikanasafni hans. Hitt kem-
ur minna á óvart að engin prédikun skuli vera úr 3. og 4. Mósebók. Úr 1.
Mósebók er að finna fáeinar prédikanir út frá frásögnunum um Sódómu og
Gómorru, sem eru vitaskuld til þess fallnar að vara við þeim afleiðingum sem
spillt lífemi hefur, en slíkur boðskapur hefur yfirleitt verið fyrirferðarmikill
innan K.F.U.M. Að öðru leyti sækir sr. Friðrik ekki mikið til þeirrar bókar
heldur. Hér verða prédikanir sr. Friðriks út frá Mósebókum ekki gerðar að
frekara umræðuefni.
24 Óskar H. Óskarsson, stud. theol., vinnur nú að kjörsviðsritgerð við guðfræðideild H.Í. um
„Vesturfarana og Gamla testamentið" þar sem hann fjallar um „áhrif og notkun Gamla
testamentisins í aðstæðum Vestur-íslendingum í kringum síðustu aldamót."
25 Til gamans má geta þess að meðal Gyðinga hafa Mósebækumar (The Torah) algjöra sér-
stöðu. Spámennirnir og önnur rit Gamla testamentisins eru nánast skoðuð sem viðbætur
til túlkunar eða skýringar á Mósebókum. Meðal kristinna manna hafa spámennirnir og
sálmarnir hins vegar löngum verið þau rit sem mest hafa verið notuð, bæði í opinberu
helgihaldi og í trúarlífi einstaklinga.
26 Það má t.d. benda á að 2. Mósebók gegnir lykilhlutverki í frelsunarguðfræðinni svokölluðu,
sem átti upphaf sitt í Rómönsku-Ameríku í kringum 1970 og hefur orðið mjög áhrifamikil
guðfræðistefna síðan, einkum í þriðja heiminum. Frásögnin af brottför ísraelsmanna (Hebrea)
frá Egyptalandi hefur orðið fyrirmyndin að því hvernig undirokaðar þjóðir gera sér grein
fyrir bágbornum aðstæðum sínum og brjótast undan kúguninni. Upphaf frelsunarguðfræð-
innar er yfirleitt rakið til útgáfu bókar Gustavo Gutierrez frá Perú, A Theology ofLibera-
tion (1971).
115