Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.09.1998, Blaðsíða 151
Upprisan í þremur íslenskum predikunum
Upprisa Jesú er því ekki aðeins sönnun fyrir sigri hans á dauðanum og framhald-
andi lífi hans og afskiptum af lærisveinum hans, heldur einnig sönnun fyrir fram-
haldslífi allra og möguleika þeirra að gera ástvinum sínum á jörðu hér grein fyrir
návist sinni og umhyggju. (Bjöm Magnússon 1965: s. 162)
Sú heimsmynd sem predikunin hvílir á virðist fela í sér róttæka tvíhyggju þar
sem höfundur telur grundvallarmun vera á efnislegu og andlegu tilverusviði.
Boðskapur hennar felst í því að maðurinn sé ekki aðeins hluti af hinu efnis-
lega sviði heldur bíði hans andlegt framhaldslíf. Sviðin tvö eru heldur ekki
fullkomlega aðgreind þar sem látnir geta gert vart við sig í þessum heimi og
sýnt umhyggju sína fyrir þeim sem hér dveljast enn um sinn. í þessu efni telur
höfundur Krist ekki greina sig frá öðrum nema hvað hann geti birst milliliða-
laust og á áhrifaríkari hátt en aðrir. Þetta stafar þó ekki af guðlegu eðli hans
eða einstæðri upprisu heldur því fullkomna lífi er hann lifði. í predikun sinni
hafnar Björn Magnússon með öðrum orðum þeirri lífssýn efnishyggjunnar
sem boðar að tilveru mannsins ljúki við hinn líkamlega dauða hans.
„Kosmísk“ upprisa
Sigurbjörn Einarsson skiptir páskapredikun sinni niður í fjóra afmarkaða
kafla. Fyrsti kaflinn er íhugun um ferð kvennanna þriggja að gröf Krists en
að sögn höfundar var erindi þeirra
... að bera lítinn neista mannlegs kærleika að þeim hljóðu mærum, þar sem allt
mannlegt strandar. Þær vildu senda daufan ilm jarðnesks lífs inn í heim rotnunar-
innar og hins algera hruns. En handan yfir mærin mætir þeim leiftrandi ljós guð-
legs kærleika og ilmur guðlegs lífs. (Sigurbjörn Einarsson 1976: s. 87)
I þessum fyrsta hluta er einnig fengist við leyndardóm upprisunnar:
En þá brá við. Jesús, hinn krossfesti, dæmdi, dáni, var ekki í gröfinni sinni. Þar
var ekkert nema líkblæjurnar. Og orð páskanna: Jesús er upp risinn, hann hefur
sigrað ríki dauðans, hann er farinn á vit vina sinna til að starfa áfram á jörð. Það
duft, sem hann tók á sig, þegar hann fæddist, það hold, sem hann bar, þegar hann
leið og dó, er horfið sýnum, umbreytt í himneska dýrð. Dauðinn fær það ekki,
ekki heldur það. Jesús Kristur, er bróðir mannsins áfram, mannsins af holdi og
blóði. Bróðir hans í dýrð sinni, eins og hann var það í lægingu sinni. Hann vill
ummóta, umskapa hið efnislega, dauðlega, mennska til sinnar myndar, sinnar feg-
urðar, síns himneska, eilífa lífs. Til þess kom hann, lægði sig, leið, að hann mætti
hefja duftið jafnt sem andann, hið mannlega allt, leysa það til sín, helga það allt
sínu ríki. (Sigurbjörn Einarsson 1976: s. 87)
Hér gætir gagnstæðrar skoðunar við túlkun Bjöms Magnússonar á páska-
149