Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.09.1998, Blaðsíða 112
Gunnlaugur A. Jónsson
Hér boðar sr. Friðrik ennfremur að sá tími muni koma að Drottinn „bindur
enda á öll stríð og breytir hinum hræðilegu hernaðartækjum í verkfæri
friðarins.“ Því fer fjarri að sr. Friðrik boði að menn skuli loka augunum fyrir
þeim ógnunum sem að steðja. En andspænis þeim ber okkur að þrýsta okkur
enn fastar að Drottni og þeim boðskap sem þessi sálmur flytur, þ.e. „Drottinn
hersveitanna er með oss! Jakobs Guð vort vígi!“ í framhaldi af því segir sr.
Friðrik: „Með þessum sigursöng skulum vér svo ganga fram óttalaust og ekki
aðeins bíða og vona, heldur berjast undir fána Guðs, reiðubúnir að stríða með
honum, líða fyrir hann og deyja.“ í orðalaginu hér sjáum við eitt einkenni á
boðun sr. Friðriks, þ.e. hversu tamt honum var að nota málfar hernaðar. Það
átti ekki síst við þegar hann ræddi um tilgang KFUM við drengina í félaginu.
Hemaðarandinn átti vel við rómantískar hugmyndir þeirra.18 Sama einkenni
er einnig að finna í ýmsum söngvum sr. Friðriks.19
En það var ekki aðeins andspænis ógnum og skelfingum heimsstyrjalda
sem sr. Friðrik lagði út af 46. Davíðssálmi. Það gerði hann í enn ríkari mæli
andspænis dauðanum. í handritasafni sr. Friðriks eru varðveittar a.m.k. fimm
útfararræður og húskveðjur þar sem huggunarorðin eru sótt í þennan sálm,
einkum upphafsvers sálmsins. í húskveðju árið 1922, þar sem heimilisfaðirinn
hafði látist langt um aldur fram, sem birtist meðal annars í því að bam hans
var skírt um leið og húskveðjan fór fram, segir sr. Friðrik um upphafsvers
sálmsins:
Jeg þekki varla huggunarríkari orð en þetta. Og á slíkri stund sem þessari þarf
þeirra vissulega við . . . Og guðs margreynda náðarhjálp staðfestist aldrei eins
vel og í hinum stærstu nauðum. Og hún mun staðfestast einnig nú í þessu sorgar-
húsi, sem misst hefur svo ósegjanlega mikið . . . Með þessari fullvissu að guð er
í lífi og dauða hæli vort og styrkur og hjálp í þrengingum margreynd, viljum vjer
skiptast á kveðjum í hinsta sinn á heimili hins látna vinar.
Hér er ekki rúm til að fjalla um hvernig sr. Friðrik skilur einstaka hluta
sálmsins, en þau dæmi sem ég hef rakið ættu að nægja til að sýna hversu
mikið honum þótti til þessa sálms koma. Að ýmsu leyti á það sama við um
þennan sálm og S1 23, báðir boða þeir að hjálp Guðs og samfylgd megi treysta
við allar aðstæður.
18 Sjá Pétur Pétursson, „Trúarlegar hreyfingar í Reykjavík tvo fyrstu áratugi 20. aldar. Annar
hluti. K.F.U.M. og skyld félög.“ Saga, tímarit Sögufélagsins 19,1981, s. 221.
19 Sjá einkum sönginn Afram Kristsmenn, krossmenn en einnig Sjáið merkið! og Kristur
kemur.
110