Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.09.1998, Blaðsíða 39
Krossfestingar
sá vettvangur sem tjáði með táknrænu móti það hlutskipti sem hann kaus sér
með listsköpun sinni; rúmið er staður utan hins daglega amsturs en samt sá
staður þar sem stór hluti lífsins fer fram: staður hvíldar, lesturs, drauma, svefns
og svefnleysis, hugarvíls, veikinda, ástalífs; staður fæðingar og dauða.
Og staður refsingar. Einn eftirminnilegasti legubekkurinn í verkum Kafka
er í hinu mikla tæki sem notað er við aftökur á eynni sem ferðakönnuður
nokkur sækir heim í sögunni „í refsinýlendunni". Hann hefur þegið boð liðs-
foringja um að „vera viðstaddur aftöku hermanns er dæmdur hafði verið fyrir
óhlýðni og móðgun við yfirboðara sinn.“20 Eins og fleiri birtingarmyndir nú-
tímans í verkum Kafka er aftökutæki þetta þversagnarkennt; það er arfleifð
frá fyrri tíð en jafnframt er það flókin tæknileg smíð með framtíðarbrag (allir
tæknidraumar eiga sér rætur í fornum setlögum mannkynssögunnar). Liðsfor-
ingjanum sem annast aftökutækið er mjög í mun að fá gestinn til að aðhyllast
tækið og leggja því gott orð, því tíðarandinn og nýir stjórnarhættir hafa snúist
gegn þessari aftökuaðferð. Liðsforinginn umgengst tækið af mikilli lotningu;
hann virðist í senn vera í hlutverki vélstjóra og æðstaprests við athöfn sem
hefur á sér trúarblæ.
Tækið er, eins og liðsforinginn segir, „sett saman úr þremur hlutum. í tím-
ans rás hafa á vissan hátt myndast þjóðlegar nafngiftir fyrir sérhvern þessara
hluta. Hinn neðsti heitir hvílan, hinn efsti heitir teiknarinn og sá sem svífur
hér í miðjunni nefnist herfið“ (65). I teiknarann er sett teikning, sem gestinum
virðist vera „völundarhús strika sem lágu þráfaldlega hvert yfir annað“ (74)
en fela í sér sjálft dómsorðið eða öllu heldur boðorðið sem dæmt er eftir. í
herfinu eru ótal nálar og samkvæmt fyrirmælum teiknarans skrifa þær boð-
orðið, sem brotið hefur verið, á líkama hins dæmda manns. Fyrr er honum
ekki birtur dómurinn, enda rennur fullur skilningur upp þegar áritunin er kom-
in nokkuð á veg.
Vart fer það framhjá lesendum að Kafka er hér meðal annars að skrifa útfrá
áður tilvitnuðum orðum Jóhannesarguðspjalls um að orð verði hold. Þegar
bent er á að herfið samsvari formi mannsins (71) verður jafnframt ljóst að
þetta tæki, sem öðrum þræði er liður í skopstælingu á tæknihyggju nútímans,
er jafnframt „afbakað“ afbrigði af krossinum. Slík túlkun á hvílunni sem
krossi styrkist enn þegar liðsforinginn segir frá því að á sjöttu stund færist
yfir hinn dæmda mikil kyrrð. „Skilningur rennur upp fyrir hinum fákænustu.
Það byrjar í kringum augun. Þaðan breiðist það út. Sýn sem gæti töfrað mann
til að leggjast með undir herfið.“ Hinn seki byrji nú að ráða í letrið og liðs-
20 Franz Kafka: „í refsinýlendunni", / refsinýlendunni og fleiri sögur, s. 63. Eftirfarandi
tilvísanir í þessa sögu eru felldar inn í meginmál með blaðsíðutali í svigum.
37