Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.09.1998, Blaðsíða 62
Clarence E. Glad
inna hugmynda með hliðsjón af sérteknu líkani.16 Bultmann tók því undir
gagnrýnina á sögurýni trúarbragðasöguskólans en hún hafði í reynd svipt
textana guðfræði þeirra með áhersluna á átrúnað og trúarinnlifun sem hafði
enga nútímaskírskotun. í staðinn fyrir áherslu á snemmkristna trúarinnlifun í
samhengi samtíðar trúarbragðaþróunar lagði Bultmann áherslu á guðfræði-
legan skilning mannlegrar tilvistar sem var að finna í aðalviðfangsefni text-
anna. Þetta aðalstef fólst í hugmyndinni um réttlætingu manna í Kristi af náð
fyrir trú; sú guðfrœði hefur jafnframt nútímagildi. Réttlæting fyrir trú er
lykillinn að réttum skilningi á öllu Nýja testamentinu.
í stað áherslunnar á hinn sögulega Jesú kom áherslan á boðskapinn með
sérstakri áherslu á réttlætingu fyrir trú sem gefur möguleika á nýjum sjálf-
skilningi. Þetta orð Guðs til manna krefst andsvars, ákvörðunar og daglegrar
ábyrgðar. Þessi nýji guðfræðiskilningur mannlegrar tilvistar sést skýrast í hug-
leiðingum Páls postula upphafsmanns kristinnar guðfræði og Jóhannesar guð-
spjallamanns. Báðir eiga það sameiginlegt að reyna að afklæða hina gnóstísku
goðsögu og átta sig á því að endir tímanna sé að einhverju leyti upp runninn.
Þannig er efnislegur skyldleiki milli Páls og Jóhannesar þótt annars sé mikill
munur á viðhorfum þeirra. Báðir hugleiða þeir stöðu mannsins með skírskotun
til mikilvægis Guðs fyrir mannlega tilveru, tímabundna jafnt sem eilífa.17
Slíkur söguskilningur skýrir áherslu Bultmanns á að hinn sögulegi Jesús
sé forsenda Guðfræði Nýja testamentisins en ekki hluti slíkrar guðfræði. Krist-
in guðfræði varð ekki til fyrr en eftir að menn tóku að líta á hinn sögulega
Jesú sem Krist og áttuðu sig á mikilvægi þeirrar vitneskju fyrir sjálfa sig og
aðra.181 reynd er það ekki fyrr en með Páli og Jóhannesi sem slíkar hugleið-
ingar taka á sig eiginlega mynd.19 Nýja testamentið birtir því nokkurs konar
16 Bultmann, „Das Problem einer theologischen Exegese," bls. 266, „...dass wir den Entwick-
lungsgedanken preisgeben miissen, wo es sich um die wirkliche Erfassung der Geschichte
handelt."
17 Hvað „Denkweise und Begrifflichkeit" varðar er „eine tiefe sachliche Verwandtschaft"
milli Páls og Jóhannesar, eins og Bultmann kemst að orði í Theologie des Neuen Testa-
ments, bls. 361. Sjá jafnframt Bultmann, „Zur Geschichte der Paulus-Forschung," í K.H.
Rengstorf, ritstj., Das Paulusbild in der neueren deutschen Forschung (Darmstadt:
Wissenschaftliche Buchgesellschaft, 1982, 3. útg.), bls. 306.
18 Sjá Theologie des Neuen Testaments, bls. 1-2, „Die Verkiindigung Jesu gehört zu den
Voraussetzungen der Theologie des NT und ist nicht ein Teil dieser selbst. Denn die
Theologie des NT besteht in der Entfaltung der Gedanken, in denen der christliche Glaube
sich seines Gegenstandes, seines Grundes und seiner Konsequenzen versichert.
Christlichen Glauben aber gibt es erst, seit es ein christliches Kerygma gibt, d.h. ein
Kerygma, das Jesus Christus als Gottes eschatologische Heilstat verkiindigt, und zwar
Jesus Christus, den Gekreuzigten und Auferstandenen." Sjá einnig lokamálsgrein bókar-
innar á bls. 600.
19 Guðfræði Páls og Jóhannesar mynda því uppistöðuna í Guðfræði Nýja testamentisins.
60