Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.09.1998, Blaðsíða 12
Árni Bergur Sigurbjörnsson
Jón lagt sig eftir að kynnast því sem efst var á baugi í málvísindum og þýð-
ingaraðferðum sem ásamt grundvallaðri skólamenntun hans og mikilli hag-
nýtri reynslu af þýðingum, reyndist nemendum hans notadrjúgt og ekki síður
þeim sem nutu kennslu hans í ritskýringu Nýja testamentisins, en Jón varð
dósent í Nýja testamentisfræðum og skipaður prófessor við guðfræðideild
Háskóla Islands árið 1974. Þá hafði hann dvalið um ársskeið við nám og rann-
sóknir í Cambridge og var þar oft síðan við iðkun fræða sinna. Biblíurann-
sóknir, ritskýring, túlkun, þýðing í víðustum skilningi þess orðs, naut sín hið
besta í meðförum prófessors Jóns. Hann vann ötullega að því að ljúka upp
fyrir nýjum viðhorfum í biblíufræðunum, næmur á nýjar stefnur og fljótur að
tileinka sér hugmyndir, sótti náms- og ráðstefnur fræðimanna vestan hafsins
og austan og var ötull við að kynna nýjar áherslur sem reynst hafa frjóar og
raunar hleypt nýju lífi í biblíufræðin. A það ekki síst við um „Reader response
criticism“, eða frásagnarrýnina. Hún leggur meira upp úr að textinn fái að
njóta sín sem bókmenntaverk en miðlari upplýsinga um sögulegar spurningar
honum tengdar eins og sögurýnin og hinar sögulegu biblíurannsóknir gerðu.
Áherslan er umfram allt á því, að textinn, biblíuritið, fái að njóta sín eins og
það er, og höfuðathygli beint að áhrifum textans á lesandann sjálfan, á þann
sem gengur honum á vald við þá skapandi iðju, sem lestur er, og það viðhorf
við textanum greiðir götu nýjum, frjóum leiðum í boðun.
Jón Sveinbjörnsson hefur kynnt þessi svið fræðanna og möguleika þeirra
í ræðu og riti sem og þýðingaraðferðir. Áhrifa þeirrar iðju fræðimannsins og
kennarans sér víða stað. En það ætla ég að önnur áhrif starfa hans sem kennara
og fræðimanns nái enn víðar og dýpra. Þau stafa af því hve margur hefur hlot-
ið persónulega leiðsögn hans í ritstörfum og fræðimennsku, svo á eiginlegu
sérfræðisviði prófessors Jóns sem öðrum, en aldrei er komið að tómum
kofum þar sem hann er. Þekking hans er yfirgripsmikil og traust og fátt sem
hann lætur fram hjá sér fara af því sem fræðimenn erlendis eru að fást við og
Jón afburða glöggskyggn á hin dýpri samhengi, dómgreindin örugg og algáð
og hann frjálslyndur og víðsýnn og áhugasviðið víðfeðmt. Og margur er sá
sem notið hefur liðveislu hans og hollra ráða við ritstörf og fræðimennsku og
það með þeim hætti sem reynst hefur þjóð hans og kirkju til ómældra nytja,
þótt aðild hans sjálfs þar að fari ekki hátt. Enda er Jóni sýnna um flest annað
en að hafa sig í frammi, hógvær svo að af ber. Margur hefur auðgast stórum
af samræðum við hann á skrifstofu hans. Honum er listilega lagið að varpa
nýju ljósi á umræðuefnin og snúa nýjum fleti upp á viðfangsefnum guð-
fræðinga og ritskýrenda. Það gerir hann einatt með því að læða að hnyttnum
athugasemdum sem harla oft bera vott um næmt skopskynið sem prófessor
Jón er gæddur og á ríkan þátt í að gera hann að þeim minnilega og vekjandi
10