Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.09.1998, Blaðsíða 218
Kristján Búason
hlustað á Jesúm flytja Guðs orð, sem verkur spurningu um gildi hennar, og
svarinu, hvers vegna fiskimennimir sannfærast um, að Jesús flytur Guðs orð
og verða fylgjendur hans. Svarið er: vegna þess að þeir reyndu guðdómlegt
gildi orða Jesú er þeir fóru eftir þeim.
í framsetningu á atferli og reynslu fiskimannanna sýnir sögumaður við-
takanda, að hann hafi eins og þeir ástæðu til að taka orð Jesú gild, sem Guðs
orð og fylgja honum í boðunarstarfi hans.
Manngerðir
Með hugtakinu manngerðir er átt við frumlag framvindustaðhæfinga. Mann
gerðir geta ýmist verið ósamsettar og fallið algjörlega að hlutverki þeirra í
framvindu sögunnar eða þær geta verið meira eða minna samsettar og ófyrir-
séðar, búnar ákveðnum einkennum, sem þróast og birtast misjafnlega í fram-
vindu frásögunnar. Það er svo viðtakandinn, sem gefur þeim persónuleika með
einkennum, sem breytast við lestur / áheyrn frásögunnar. Þar sem manngerð
er frumlag athafna, verður ekki hjá því komizt, að umfjöllunin skarist við
greiningu framvindunnar hér að framan.
Manngerðir í fásögunni í Lúk. 5. 1-11 eru fólkið í upphafi frásögunnar,
Jesús, fiskimenn á bátunum tveimur, Símon, félagar Símonar, útgerðarfélagar
Símonar á öðrum báti.
Fólkið í upphafi frásögunnar einkennist af því, að það þrengir að Jesú til
þess að hlýða á orð Guðs, v.l. Þá nýtur það kennslu Jesú, v. 3. Það er nánast
hluti af aðstæðum við Genneseretvatn. Hlutverk þess fellur að framsetningu
á sviðinu, þar sem atferli þess er ástæða þess, að Jesús færir sig af ströndinni
út í bát við ströndina. Jafnframt stendur það ítrekað í stöðu þolanda sem áheyr-
andi að orði Guðs og fræðslu Jesú, vv. 1 og 3 og óbeint v. 4. Þessi einkenni
fólksins sýna, að það er ósamsett manngerð, en þrátt fyrir það fær það í upp-
hafi áberandi stöðu, þar sem upphaf frásögunnar beinir athygli viðtakanda að
því og atferli þess. En þar þjónar það jafnframt því að sýna Jesúm sem boðbera
Guðs orðs.
Jesús er meginmanngerð frásögunnar. Atferli fólksins einkennir hann
óbeint sem eftirsóttan boðbera orðs Guðs, v. 1. Hann er sem slíkur kennari
fólksins, v. 3. Símon ávarpar hann í samræmi við þetta sem lærimeistara,
émcrráTa, v. 5.21 Hann einkennist af miklum myndugleika, sem birtist í því,
21 Orðið éiTLCTTáTri? er í Nýja testamentinu aðeins notað í Lúk., hér í sérefn; 8. 24, þar sem
hliðstæðan hjá Mark. 4. 38 hefurSiðácncaXe; 8. 45, þar sem ávarpi f Mark. 5. 31 er sleppt,
9. 33, þar sem hliðstæðan í Mark. 9. 5 hefur pa(3(ÍL; 9. 49, þar sem hliðstæðan í Mark. 9.
38 hefur SiSáaKaXe, og 17. 13, sem er sérefni. Það er notað í munni lærisveina Jesú í 8.
216