Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.09.1998, Blaðsíða 247
Aðgát skal höfð í nœrveru orða
við treysta því, að hvar sem við erum og hvar sem við förum er hann nálæg-
ur, hann sem segir: „Verið hughraustir það er ég, verið óhræddir.“ (Mk. 6:50)
Utlegging Paul Tillich á 1. Þess. 5:16-18 tjáir þessa sömu hugsun um
óskilyrta nálægð í stað þess að setja manninn í orsakasamband við Guð, sem
getur verið sektarhlaðið.4 Þar er einnig dvalið við eina litla forsetningu, einn
stafkrókur ræður þar raunar úrslitum. Þessi ritningargrein úr Pálsbréfinu
hljóðar svo í útgáfunni frá 1981: „Verið ætíð glaðir. Biðjið án afláts. Þakkið
alla hluti, því að það er vilji Guðs með yður í Kristi Jesú.“ Þakkið alla hluti.
í gríska textanum stendur orðrétt ev ttqvti euxapiaTeiTe og það er þýtt þakkið
alla hluti. Forsetninguna og andlagið vill Tillich hins vegar þýða (RSV) in
everything give thanks, þakkið í öllum hlutum, þ.e.a.s undir öllum kringum-
stæðum. Sami skilningur er líka á þessum ritningarstað í Guðbrandsbiblíu og
raunar allt til útgáfunnar frá 1981. Við getum engan veginn þakkað Guði fyrir
allt, en við getum samt alltaf þakkað honum.5 Þessi þýðing miðlar þeirri ná-
lægð, sem kristallast í holdtekjunni og í samlíðun Krists með manninum á
krossinum. Þakklætið er vakið af þessari óskilyrtu elsku. Við sjáum gagnvegi
liggja á milli þakklætisins og náðarinnar í orðnotkun latínunnar þar sem sama
orðið, gratia, tjáir hvoru tveggja. Söm er einnig skýringin á heiti þakkarbænar-
innar á enskri tungu, þ.e. grace. Það eru einnig þessi hugtök, sem svífa yfir
vötnunum, þegar við slettum dönskunni og tölum um að eitthvað sé gratís og
allt fáist fyrir ekkert.6 Dietrich Bonhoeffer talar af þessu tilefni um náðina,
sem er ókeypis en aldrei ódýr.7 Allt þetta vegur að sjálfsögðu þungt í sál-
gæslunni og þó einkum í samtalinu við þá, sem telja sig ekki elskuverða og
eiga í erfiðleikum með fyrirgefninguna.
Að lokum skal hér bent á sæluboðið um sorgina, en sálgæsla kirkjunnar
beinist óneitanlega mikið að syrgjendum. „Sælir eru sorgbitnir, því að þeir
munu huggaðir verða.“ (Mt. 5:4) I þýðingunni frá 1981 er gríska sagnmyndin
TreyOouvTea þýtt sorgbitnir. Þýðingin frá 1912 notar hinsvegar syrgjendur og
í Biblíu Guðbrands er talað um þá sem harma. Bæði syrgjendur og þeir sem
harma eru gerendur sorgarinnar, en lýsingarháttur nútíðar TreuGouvTea tjáir
einmitt e-ð sem er á hreyfingu og er þess vegna ólokið. Lýsingarorðið sorg-
bitinn skortir hins vegar þennan hreyfanleika, það bítur sig fast og haggast
ekki.
4. Tillich, Paul, The Eternal Now, 1963, bls. 173-185
5. Ibid, bls. 179
6. Bengtsson, Ingvar, Slog Följe Med Dem, 1991, bls. 67
7. Bonhoeffer, Dietrich, The Cost of Disciplesliip, 1959
245