Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.09.1998, Blaðsíða 30
Astráður Eysteinsson
mannkynið hafa dunið á öldinni, einkum þó frá og með fjórða áratugnum —
en sjálfur lést Kafka árið 1924.
Auðvitað má benda á að Kafka hafi fylgst með því hvernig hin húmaníska
heimsmynd beið visst syndafall við fyrri heimstyrjöldina og hann hafi haft
ýmsar forsendur aðrar til að sjá fyrir þróunina á öldinni. En hér skiptir þó
meginmáli hvemig menn sjá sögulegt og táknrænt gildi í verkum hans og finna
þar brýna orðræðu um nútímalíf — nota verkin jafnvel sem sjóngler til að
draga fram einhverja grunnþætti nútímans. Persónur hans verða firringunni
að bráð í vonlausri glímu við skrifstofuveldi eða önnur ómanneskjuleg bákn
nútímasamfélags þar sem hin einstaka mannvera týnist gjörsamlega — en þó
er jafnframt eins og grannt sé fylgst með hverjum og einum. í þeim völundar-
húsum valdsins, sem persónur Kafka villast í, sjá sumir túlkendur grunnmynst-
ur fasisma og nasisma sem höfundur hafi verið forspár um og sem einmitt átti
eftir að ofsækja kynstofn hans. Stundum er jafnvel bent á að í einstökum smá-
atriðum sé líkt og Kafka hafi séð fyrir birtingarmynd hins fasíska gerræðis-
valds. Líkt og söguhetjan Jósef K. í skáldsögunni Réttarhöldunum, voru ýmis
saklaus fórnarlömb nasismans handtekin í rúminu af mönnum sem í
klæðaburði voru ekki ósvipaðir náunganum sem birtist í herbergi K. þegar
hann hringir þjónustubjöllunni í upphafi sögu, að morgni þrítugasta afmælis-
dags síns:
Þegar í stað var drepið á dyr og inn gekk maður sem hann hafði aldrei séð í íbúð-
inni fyrr. Hann var grannur en þó stæltur, klæddur snyrtilegum, svörtum fötum
sem voru útbúin mismunandi uppbrotum, vösum, spennum, hnöppum og belti,
líkt og ferðaklæðnaður og virtust því einstaklega hagkvæm án þess að hægt væri
að vita hvaða tilgangi þau þjónuðu.6
Nú erum við ef til vill komin á vafasamar slóðir, eins og margir þeirra sem
leita í margræðum texta Kafka að staðfestingu eigin sýnar á mannlegt eðli eða
sögulega framvindu. Sagan tekur þó að sjálfsögðu virkan þátt í að túlka lista-
verk með því að tengja þau hverjum þeim samtíma sem þau eru lesin í og þá
jafnframt sögulegum aðdraganda þess samtíma. A hinn bóginn hafa ýmsir þeir
sem til Kafka þekktu fjölyrt um sögulegt innsæi hans og næma skynjun á
tíðarandann. Sá sem einna mest hefur um Kafka skrifað er vinur hans Max
Brod sem hlýddi ekki fyrirmælum Kafka um að brenna handrit hans heldur
gaf þau út að honum látnum. I ritsmíðum sínum um Kafka, einkum þegar frá
líður og Kafka er orðinn heimsfrægur, lýsir Brod honum sem trúarspekingi,
6 Franz Kafka: Réttarhöldin, þýð. Ástráður Eysteinsson og Eysteinn Þorvaldsson, Reykjavík:
Mál og menning 1995, s. 7.
28
j