Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.09.1998, Blaðsíða 204
Kristján Búason
eða lesanda, sem getur verið dulinn eða augljós í sögunni. - Raunverulegur
höfundur og raunverulegur viðtakandi eru utan frásögunnar. - Aðrir þættir
forms framsetningarinnar eru sjónarhorn, stfll, frásagnarmynztur, bókmennta-
fræðilegir þættir og flétta.
Efniviður framsetningarinnar eru orð, kvikmynd, látbragð o. fl.4
Afmörkun textans
Frásagan í Lúk. 5. 1-11 afmarkast af því, að hún gerist við og á Galileuvatni.
Næst á undan er sviðið fyrir predikun Jesú samkunduhús Júdeu / Palestínu.5
En næst á eftir textakaflanum er sviðið ein af borgunum.
Um eldri ritskýringu þessa texta er vísað til yfirlits höfundar í greininni
„Málvísindaleg greining texta: Lúk. 5. 1-11. Jesús opinberar tign sína þeim,
sem fara að orði hans.“6 Þar kemur fram, að fræðimenn eru ekki sammála um
ritskýringu þessa texta, áherzlu hans og hlutverk í guðspjallinu. Hér verður
gerð tilraun til þess að greina þennan texta nánar með bókmenntafræðilegri
aðkomu.
Við greiningu ýmissa þátta er nauðsynlegt að taka endurtekið á sömu
þáttum, en í mismunandi samhengi greiningar.
I þeirri greiningu, sem hér fer á eftir, verður byrjað áformi framsetningar-
innar og síðan greint form efniviðarins eða innihald frásögunnar.
Greining forms framsetningarinnar
Sögumaður
í Lúk. 5. 1-11 er sögumaðurinn dulinn. Hann talar í þriðju persónu. Tilvist
4 Chatman, 26.
5 Leshátturinn ’ I ovðaías er studdur gömlum texta, P75 frá 2. öld, og beztu fulltrúum alex-
andrínsku textahefðarinnar, Vaticanus og Sinaiticus frá 4. öld og Ephraimi rescriptus frá
5. öld og fl. Leshátturinn FaXiXaías' er studdur af vestrænu textahefðinni, Bezae Canta-
brigiensis frá 5. öld og Byzantísku hefðinni, sem og af sumum gömlum egypzkum þýð-
ingum. Samkvæmt reglum um ytri textarýni ber að taka alexandrínsku handritahefðina fram
yfir aðra, þegar hún er studd gömlum texta. Samkvæmt innri textarýni þá vekur athygli,
að leshátturinn ’louSaía? brýtur samhengið, þar sem lýst er starfi Jesú í Galileu. Skýra
má lesháttinn FaXiXaías sem tilraun til samræmingar. Ytri sem innri textarýni styður því
lesháttinn’ IouSaía?. Miðað við framhaldið, þá virðist heitið Júdea vera notað hér nánast
um stjórnunarsvæði Rómverja í Palestínu á tímum guðspjallamannsins um 80 e. Kr.
6 I Milli lumins og jarðar. Maður Guð og menning í hnotskurn hugvísinda. Erindi flutt á
hugvísindaþingi guðfrœðideildar og heimspekideildar 18. og 19. október 1996. Ritstjórar:
Anna Agnarsdóttir, Pétur Pétursson og Torfi H. Tulinius. Reykjavík: Háskólaútgáfan 1997.
Bls. 211-228.
202