Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.09.1998, Blaðsíða 33
Krossfestingar
í kör. Sonurinn hefur eiginlega ýtt honum til hliðar og að sumu leyti þvælist
faðirinn fyrir umsvifum sonarins sem nú hefur meðal annars í hyggju að kvæn-
ast. En skyndilega sprettur gamli maðurinn á fætur og stendur uppréttur í
rekkju þar sem hann hafði legið máttvana; í þessu hrói kviknar kynngimagnað
líf, hann sparkar út fótleggjum og sveiflar örmum yfir höfði sér — og gerist
dómari sonarins. Vangá sonarins hefur í senn verið gleymska og eigingirni,
sakleysi og glæpur, og sögunni lýkur svona:
„Nú veistu semsagt hvað til var auk þín, til þessa vissir þú aðeins af sjálfum þér!
Þú varst eiginlega saklaust barn, en miklu fremur varst þú þó djöfullegur
maður!— Og því skaltu vita: Eg dæmi þig nú til dauða, til drukknunar!"
Georg fannst hann rekinn út úr herberginu, hann bar út með sér í eyrunum
höggið af falli föðurins á rúmið að baki sér. I stiganum, þar sem hann þaut niður
þrepin eins og eftir hallandi fleti, hljóp hann í flasið á þjónustustúlku sinni sem
var á leið upp til að þrífa íbúðina eftir nóttina. „Jesús!“ hrópaði hún og huldi
andlitið með svuntunni, en hann var þegar horfinn. Hann hljóp út um húsdyrnar,
yfir akbrautina, knúinn áfram til vatnsins. Hann hafði þegar gripið um handriðið
eins og hungraður maður eftir næringu. Hann sveiflaði sér yfir, eins og hinn
afburðagóði fimleikamaður sem hann hafði verið í æsku, stolt foreldra sinna. Enn
hélt hann sér föstum, máttinn dró úr höndum hans, milli handriðsrimlanna kom
hann auga á almenningsvagn sem auðveldlega myndi yfirgnæfa fall hans, hrópaði
lágt: „Kæru foreldrar, ég hef þó alltaf elskað ykkur“, og lét sig falla.
Á þessu augnabliki var beinlínis endalaus umferð yfir brúna.12
Hér hef ég loks tilfært handbært dæmi um hugsanlega Jesú-mynd í sjálf-
um verkum Kafka. Þegar nákvæmnisvinnubrögð Kafka eru höfð í huga er
ólíklegt að tilviljun ein ráði því að þjónustustúlkan hrópar á Jesúm þegar
sonurinn hleypur í flasið á henni. Skírskotun til kristindómsins hefur lesandinn
raunar séð fyrr í sögunni, eða þegar greint er frá því að vinur sonarins hafi
orðið vitni að uppþoti í Kænugarði og „séð prest standa úti á svölum, skera
breiðan blóðkross í flatan lófann sem hann svo hóf á loft og ákallaði mann-
fjöldann“ (54). Þessa „krossfestingu" má líklega skoða sem fyrirboða þess er
sonurinn í sögu Kafka hangir á brúarhandriðinu; örlög hans bergmála sakleysi
og fórnardauða Jesú Krists og líkt og hann lýtur Georg vilja föðurins. Hið
trúarlega föðurvald hefur nærst í leynum hinnar borgaralegu gyðingafjöl-
skyldu nútímans og sprettur nú fram í öllu sínu veldi.
Munurinn er hinsvegar sá að faðirinn er fremur runninn úr strangleika
Gamla testamentisins en mildi guðspjallanna; hann virðist skipa fyrir af geð-
12 Franz Kafka: „Dómurinn", / refsinýlendunni og fleiri sögur, þýð. Ástráður Eysteinsson
og Eysteinn Þorvaldsson, Reykjavík: Bókaútgáfa Menningarsjóðs 1991, s. 59.
31