Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.09.1998, Blaðsíða 122
Gunnlaugur A. Jónsson
menn hans og vinir. Báðir áttu þeir Haraldur og Jón sæti í fyrstu stjórn KFUM.
Var sr. Friðrik gagnrýndur fyrir að velja þessa „biblíukrítíkara“ í stjórnina.34
Pó að enginn vafi léki á því hvar hjarta sr. Friðriks sló í þessum efnum
þá blandaði hann sér yfirleitt ekki í deilurnar með því að skrifa greinar í blöð
eða láta til sín taka á annan hátt. A prestastefnunni 1912 gerði sr. Friðrik grein
fyrir afstöðu sinni:
Ég játa það að ég er fylgjandi hinni gömlu stefnu og held henni fram eftir mætti,
en deili ekki við hina nýju, og í félagslífinu [þ.e. innan K.F.U.M] er lítið á hana
minnst. Ég kenni það sem ég hefi lært og sjálfur reynt, án þess að hnýta í hina
nýju stefnu. Starfi hún og vinni eins og hún getur og vill; ég trúi því að það sé
satt að „það heldur velli sem hæfast er“ og drottinn mun skera úr því á sínum
tíma.35
Athugun mín á prédikunum og hugvekjum sr. Friðriks út af Gamla testa-
mentinu hefur fram að þessu að langmestu leyti leitt hið sama í ljós. Aðeins
eina prédikun hef ég fundið til þessa þar sem ekkert fer á milli mála að hann
beinir spjótum sínum að nýguðfræðinni svokölluðu.36 Sú prédikun sem hér
um ræðir var flutt á Hraungerðismóti 17. júní 1939 og textinn var sóttur í
Jesaja 21:11-12: „Vökumaður, hvað líður nóttunni?. . .“ Þar staðhæfir sr.
Friðrik að vaxandi svefndrungi hafi lagst yfir kristni landsins svo að á síðustu
áratugum hafi verið reynt að þegja allan lifandi kristindóm á íslandi í hel.
Segir hann að í kristilegu tilliti megi segja að Island sé land þagnarinnar. Hann
talar um þá sem hafa verið flæmdir frá barnatrú sinni „með vanheilagri kennslu
í skólum eða frá prédikunarstólum máttvana og rangsnúinnar kristindóms-
boðunar, afsláttar guðfræði37 og hindurvitnafræðslu margvíslegra öfgastefna.“
Sr. Friðrik telur sig þó greina vakningarmerki í kirkjunni og sé Hraun-
gerðismótið eitt þeirra. Og hann ávarpar þátttakendur þannig:
dreif(handrit) og bréfasafn hans sem varðveitt er í skjalasafni Guðfræðistofnunar Háskóla
íslands. Þá eru nokkrar minningargreinar um Jón í Kirkjuritinu 8,1942. Loks má nefna
allítarlega grein Eiríks Albertssonar, „Dr. theol. Jón biskup Helgason.“ Andvari LXIX,
1944.
34 Það gerði sr. Lárus Halldórsson í Fríkirkjunni, júní 1902, s. 95-96. Sjá einnig Pétur Péturs-
son, „Trúarlegar hreyfingar í Reykjavík tvo fyrstu áratugi 20. aldar. Annar hluti K.F.U.M.
og skyld félög.“ Saga, tímarit Sögufélagsins 19,1981, s. 230-231.
35 Nýtt kirkjublað 1. nóv. 1912, s. 245. Sbr. Pétur Pétursson, „Trúarlegar hreyfingar í
Reykjavík tvo fyrstu áratugi 20. aldar. Annar hluti K.F.U.M. og skyld félög." Saga, tímarit
Sögufélagsins 19,1981, s. 230-231.
36 Það skal þó tekið fram að talsvert vantar enn á að ég hafi lesið allar prédikanir sr. Friðriks
út af Gamla testamentinu.
37 Sr. Friðrik talar víðar í prédikunum sínum um „afsláttar guðfræði" t.d. í prédikun sem hann
120