Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.09.1998, Blaðsíða 221
Bókmenntafrœðileg greining Lúk. 5. 1-11
viðbótarnafn, Pétur, sem einum af þeim 12, er Jesús velur sér sem sendiboða,
postula, 6.12-16.25 Annars er hann nefndur Símon í Lúk. 22. 31 og 24. 34, en
oftast aðeins Pétur. Hér er nafnmyndin Símon Pétur tengd viðurkenningu
Símonar á guðdómlegri tign Jesú,26 sem þar með fær vissa undirstrikun. Sem
Símon Pétur er hann sá, sem viðurkennir Jesúm sem drottin. Hér má sjá
tilvísun til hlutverks Símonar Péturs, sem vottar. Sjá Lúk. 9. 20, þar sem Pétur
játar Jesúm sem Krist, en einkum fyrri hluta Postulasögunnar.
Manngerð Símonar er mjög samsett. Það birtist í breytingum í framkomu
hans gagnvart Jesú. Hann er sú manngerð frásögunnar, sem sýnir mest blæ-
brigði. Hann er aðalviðmælandi Jesú. Atferli hans er í brennidepli frásögunnar
og athygli viðtakanda er beint að honum og gerðum hans og þar með því, sem
þær segja um Jesúm. Jafnframt vekur athygli, að í frásögunni er Símon ein-
kenndur fyrst sem fiskimaður, sem með því að fara að orðum Jesú þrátt fyrir
efasemdir kemst að því, hver hann er. í niðurlagi frásögunnar er hann sá, sem
er gerður að manni, sem þaðan í frá í eftirfylgd Jesú fangar menn lifandi, með
öðrum orðum vinnur menn fyrir Guðs ríki. Sé samlíkingin við veiði yfirfærð
á alla frásöguna verður fiskimaðurinn, sem fangar fisk fangaður af Jesú til
þess að fanga aðra menn.
Símon er sú manngerð frásögunnar, sem spyrjandi og efagjarn viðtakandi
á auðvelt með að samsama sig með og taka sér til fyrirmyndar. í þessari mann-
gerð er fólgin hvatning til þess að fara að dæmi Símonar.
Manngerðir ekki nánar nafngreinds hóps fiskimanna einkennist af því, að
þeir í inngangi frásögunnar hreinsa net sín og búa sig þannig undir veiðar, v.
2. Netin eru þeirra, v. 6. Þeir eru ásamt Símoni hvattir til að kasta nót sinni,
v. 4. Þeir hafa ásamt honum reynt undanfarandi nótt árangurslaust við veiðar.
Asamt Símoni fara þeir að orðum Jesú og kasta nótinni. Þeir sýna Jesú traust
eins og hann, þrátt fyrir ástæðu til efasemda. Það er með því, að þeir fara að
orðum Jesú, sem þeir reyna hina miklu veiði. Það eru þeir, sem kalla á sam-
starfsmenn í hinum bátnum. Samkvæmt athugasemd sögumanns grípur þá alla
óttablandin undrun, ekki aðeins Símon. Hann er einn af þeim og þeir eiga sér
talsmann í honum. Allir draga þeir bátana á land, yfirgefa allt og fylgja Jesú.
Sem hópur eru fiskimennimir aðilar að meginþáttum í framvindu frásögunnar.
Þeir eru sem hópur meira samsett en ósamsett manngerð. Það birtist í blæ-
brigðum í viðbrögðum þeirra við orðum Jesú og reynslunni af því að fara að
orðum hans. Mikið vægi þeirra í frásögunni sést af því, að þeir koma fram
sem hópur í upphafi hennar, í því að fara að orðum Jesú og þátttöku í hinni
25 SbrMark. 3. 16.
26 Sbr Matt. 16.16.
219