Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.09.1998, Blaðsíða 29
Krossfestingar
dæmið öll hans mótunarár, var þátttakandi í samsettum menningarheimi.
Vissulega er óhugsandi að Kafka hafi „trúað á“ Jesú, eins og það er orðað.
En má ef til vill sjá samband milli sagnapersóna Kafka, til dæmis söguhetju
Réttarhaldanna, Jósefs K., og höfuðpersónu Nýja testamentisins? Kafka var
mikill nafna- og stafapælari. Veraldlegur faðir Jesú hét Jósef sem kunnugt er.
Þótt nafnið sé algengt er hugsanlegt að Kafka hafi haft meðal annars haft þann
Jósef í huga þegar hann gaf persónu sinni nafn. Vænta má að Kafka, sem
iðulega velti fyrir sér föður-sonar samböndum og skrifaði um þau af ástríðu,
speglandi stöðu hvors um sig í hinum, hafi hugleitt stöðu þessa föður sem ekki
„átti“ barnið sitt, eða átti barn sem var „annars eðlis“. Túlkendur telja gjarnan
að persónuheitið „K.“ (sem einnig er nafn söguhetjunnar í skáldsögunni Höll-
in) vísi meðal annars til „Kafka“. En vísi það til höfundarins er það þó jafn-
framt ekki nema upphaf að höfundi, eða höfundur sem hefur verið stýfður,
eða í einhverjum skilningi krossfestur. Getur „K.“ ekki merkt „Kreuz“, kross,
allt eins mikið og „Kafka“? Ljóst má vera að hér er hægt að lesa táknrænt
samspil, séu lesendur á þeim buxunum, þótt ekki sé víst að það táknmál „gangi
upp“ eða sé skýranlegt á einhlítan hátt og kannski alls ekki nema með ein-
hverskonar „oftúlkun“.
Aður en vikið verður að hugsanlegum tengslum sagnapersóna Kafka og
Jesú má velta fyrir sér almennu gildi trúarlegra útlegginga á verkum Kafka.
Það hefur hinn kunni þýski guðfræðingur Hans Kúng gert og komist að þeirri
niðurstöðu að skáldverk Kafka séu ekki beinlínis trúarlegs eðlis, en hinsvegar
séu þau mikilsverð frá trúarlegum sjónarhóli. Kúng sér enga leið til að
„þýða“ skáldlegan myndheim Kafka rakleitt á tungumál guðfræðinnar og
raunar ekki heldur á tungumál sálarfræði, heimspeki eða félagsfræði.5 Öllum
þessum „málum“ hefur þó óspart verið beitt við lestur á verkum Kafka. Raun-
ar er með ólíkindum hve margbreytilegri túlkun þau hafa sætt á síðustu ára-
tugum. Hér verður einkum staðnæmst við hið trúarlega sjónarhorn og reynt
að grilla einhver kennileiti.
Ef fyrst er vikið að spámannshefð Gamla testamentisins og Jesú sem alls-
herjarspámanni Nýja testamentisins, þá er það raunar Kafka sem rithöfundur,
fremur en einstök verk hans eða persónur, sem á hugann leitar. Vafasamt er
að nokkrum nútímahöfundi hafi verið hampað eins mikið fyrir spámannsgáfu
og Franz Kafka. Túlkendur sjá í verkum hans, sem flest eru skrifuð á öðrum
áratug tuttugustu aldar, einskonar opinberunarbók. Þar fer lítið fyrir nýrri
Jerúsalem en þeim mun meira fyrir þeim hörmungum og hrellingum sem yfir
5 Hans Kting: „Religion im Zusammenbruch der Moderne", í Walter Jens og Hans Kiing:
Dichtung und Religion, Munchen: Kindler Verlag 1985, s. 289.
27