Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.09.1998, Blaðsíða 246
Sigfinnur Þorleifsson
án væri vilji eða vild eins og það er orðað þar. Það segir nokkuð um viðhorf
og túlkun trúarinnar. Aldraður prestur sagðist alltaf hafa tilkynnt ótímabær
fráföll af völdum slysa með orðunum: „Verði þinn vilji.“ Job játaði þessu
áþekkt allra fyrst, þegar hann var öllu sviptur og yfirþyrmdur af kvöl: „Drott-
inn gaf og Drottinn tók, lofað veri nafn Drottins." ( Job. 1:21) Við sjáum það
af framhaldi Jobsbókar, þar sem ljóðið túlkar það sem aldrei verður fyllilega
tjáð, að þetta var á þeim tíma aðeins játning varanna. Job hefði aldrei þolað
vinum sínum að segja þetta sama. Og gerði það raunar ekki. Sjálfur átti hann
langan og grýttan veg fyrir höndum þar sem trú hans og vantrú tókust á, reiðin
var óbeisluð og neyðin með þeim hætti að enginn gat huggað. Hin mannlega
hjástoð, sem hann þráði var eyra sem heyrði og hjarta sem skildi, ekki hollráð,
engar skýringar. Job varð með öðrum orðum sjálfur að ganga þessa sársauka-
fullu braut sorgar og þjáningar áður en játningin braust að lokum fram úr
djúpum hjartans: „Eg veit að þú megnar allt, og engu ráði þínu verður vamað
fram að ganga... Ég þekkti þig af afspurn, en nú hefur auga mitt litið þig.“
(Job. 42:2,5) Lausnin á þrautinni kom þá frá Guði eftir óskilgreinanlegum
leiðum trúarinnar og það var þjáningin, sem leiddi harmkvælamanninn heim
að föðurhjarta hans.
I nýjustu biblíuútgáfunni frá 1981 hefur viljinn verið látinn víkja fyrir
vitundinni. Það er að segja þar stendur: „ekki fellur einn þeirra til jarðar án
vitundar föður yðar.“ (Mt. 10:29) Þessi skilningur fer bil beggja þ.e.a.s
beinna afskipta, sem viljinn gerir ráð fyrir og algjörs vanmáttar og valdaleysis.
Þannig lýsir orðið eitt nokkurs konar hlutleysi, sem varla getur verið viðhorf
Frelsarans. Ein leið er þá ótalin og það er vegur krossins. Sé andlaginu sleppt
stendur Faðirinn einn eftir, án föður yðar. Spörvinn fellur ekki til jarðar án
föðurins, hann fellur með þegar smáfuglinn örmagnast og missir flugið og
steypist til foldar. Hliðstæða þessarar guðspjallsfrásagnar hjá Lúkasi styður
þennan skilning. Þar er talað um að ekki sé einn þeirra gleymdur Guði. (Lk.
12: 4-7) Slík er sú föðurást. Hún lætur sér ekki nægja að vita og þekkja, heldur
man og skilur og líður og stríðir með öllu sem hún ann. Kristur lætur sjálfan
sig slokkna inn í myrkið til að geta verið okkur ljós og líf. Hann fellur með,
þegar við slegin af þjáningunni hnígum niður, og hann er engum nær en þeim
sem hafa mesta þörf fyrir hann. Þannig erum við í þrautum okkar leidd að
krossi Krists og þeirri bitru staðreynd að þjáningin og sársaukinn eru veruleiki
hér í þessum heimi. Engar vitrænar skýringar eru gefnar við spurningunni
hvers vegna, engar útlistanir á andvarpinu sem stígur upp úr kviku neyðar-
innar, aðeins nálægð þess Drottins, sem sjálfur tók á sig krossinn okkar vegna
til að vera með okkur þar. Hann gekk allan veginn á enda og síðan megum
244