Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.09.1998, Blaðsíða 159
Tilraun handa Jóni
ákveða að veita henni sæmd hennar aftur, því mikla eymd hefur hún mátt þola
af því að hún yfirgaf hús sitt.
Heilagur andi segir fyrir um hórdóm sálarinnar á mörgum stöðum. Með
munni spámannsins Jeremía segir hann: „Þegar maður skilur við konu sína
og hún fer frá honum og giftist öðrum, getur hann þá horfið til hennar aftur?
Mundi landið ekki vanhelgast af því? En þú hefur drýgt hór með mörgum
friðlum og ættir þó að snúa aftur til mín, segir Drottinn. Renn augum þínum
upp á hæðimar og gæt að: Hvar hefir þú eigi hórast? Við veginn situr þú um
friðla eins og Arabi í eyðimörkinni og vanhelgar landið með lauslæti þínu og
vonsku þinni. Þú ert með hórusvip, þú vilt ekki skammast þín og þó kallarðu
til mín: Faðir minn, þú meistari æsku minnar/“ (Jer 3:1-4)
Einnig stendur skrifað hjá spámanninum Hósea: „Deilið á móður yðar,
deilið á hana, því að hún er eigi mín kona og ég er ekki maður hennar, svo
að hún fjarlægi hórdóm sinn frá andliti sínu og hjúskaparbrot sín frá brjóstum
sínum. Ella mun ég færa hana úr öllu og láta hana standa nakta, eins og þegar
hún fæddist, og gjöra hana eins og eyðimörk og láta hana verða eins og þurrt
land og láta hana deyja af þorsta. Og yfir börn hennar mun ég ekki miskunna
mig því að þau eru hórbörn, því að móðir þeirra hefir drýgt hór, hún sem þau
gat, hefir framið svívirðu og segir „Eg vil elta friðla mína, sem gefa mér
brauð, vatn, ull, hör, olífuolíu og drykki.“ Fyrir því vil ég girða fyrir veg
hennar með þymum og hlaða vegg fyrir hana, til að hún finni ekki stigu sína.
Og þegar hún þá eltir friðla sína skal hún ekki ná þeim, og er hún leitar þeirra
skal hún ekki finna þá, heldur mun hún segja: „Eg vil fara og snúa aftur heim
til míns fyrri manns, því að þá leið mér betur en nú.““ (Hós 2:2-7).
Og eins og orð hans kom til Esekíels:
„Ofan á alla illsku þína (vei, vei þér! segir Drottinn Guð), þá reistir þú
þér hörga og hlóðst þér upp blótstalla á öllum torgum. Á öllum gatnamótum
reistir þú þér blótstalla og ósæmdir fríðleik þinn og glenntir sundur fætur þína
framan í hvern sem fram hjá gekk. Og þú drýgðir enn meiri hórdóm: Þú
drýgðir hórdóm með sonum Egypta, hinum hreðurmiklu nábúum þínum.“ (Esk
16:23-26).
En hvað merkir „synir Egypta hinir hreðurmiklu“ annað en svið holdsins,
lostans og jarðneskra hluta sem sálin hefur látið saurgast af með því að þiggja
af þeim bæði brauð og vín, olífuolíu og klæði og annan ytri hégóma sem um-
lykur líkamann? Og svo telur hún þetta koma sér að gagni!
Hvað hórdóminn varðar hafa postular frelsarans kunngjört:
„Varist hann, hreinsið ykkur af honum.“ (Sbr. 1Þ 4:3). Þar eiga þeir ekki
bara við hórdóm líkamans, heldur einkum og sér í lagi sálarinnar. Postularnir
157