Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.09.1998, Blaðsíða 287
Minnið og tíminn
að segja: Þrjár eru tíðir, sú fortíð, nútíð og framtíð, sem eru nú, því þessar
þrjár eru í huga manns og annars staðar fæ ég ekki fundið þær. Liðin stund í
nútíð er minning, líðandi tíð í huga er athugun, ókominn tími í nánd er eftir-
vænting. Sé leyft að segja svo skilst mér, að þrjár séu tíðir og játa að þær séu
til.
Segjum því: Þrjár eru tíðir, fortíð, nútíð, framtíð, enda er það vani, vafa-
samur að vísu. Segjum svo, mér er sama, ég andmæli því ekki né lasta það,
ef menn skilja, hvað verið er að segja og halda ekki, að það, sem fortíðin eða
framtíðin geyma, sé til. Fæst, sem vér tölum, er rétt orðað, flest er illa orðað.
Þó skilst, hvað átt er við.
XXI.
Ég sagði fyrr, að vér mælum tímann meðan hann líður hjá og getum þá sagt,
að eitt skeið sé helmingi lengra en annað, ellegar að þau séu jöfn, eða hvað
annað, sem sagt verður, þegar tímaskeið eru mæld. Þann veg mælum vér sem
sagt tímann meðan hann líður hjá. Spyrji einhver: „Hvernig veistu þetta?“,
svara ég: Ég veit, að vér mælum, en getum ekki mælt það, sem er ekki til, og
hvorki fortíð né framtíð eru til. En hvernig getum vér mælt þá tíð, sem nú er?
Hún er engin stærð. Hún mælist um leið og hún líður hjá en verður ekki mæld,
þegar hún er farin, þá er þar ekkert til, sem mælt verði.
En hvaðan og hvernig og hvert líður tíminn meðan vér mælum hann?
Hvaðan nema úr framtíð? Hvernig nema um nútíð? Hvert nema í fortíð? Sem
sagt: Úr því, sem er ekki orðið, um það, sem er engin stærð, og inn í það,
sem er ekki framar. En hvað er það, sem vér mælum, ef það er ekki tíminn í
mynd einhvers konar stærðar? Vér getum ekki talað um eitt skeið, tvenn,
þrenn né jafnlengd eða á neinn slíkan veg um tímann, ef hann er hvergi. En
hvar er hann, þegar líðandi tíð er mæld? í framtíðinni, þaðan sem hann kemur?
Ekki verður það mælt, sem er ekki til. Eða í nútíðinni, sem hann fer um? Hún
er ekki mælanleg stærð. Eða í fortíðinni, sem hann hverfur til? Ekki verður
það mælt, sem er ekki lengur til.
XXII.
Hugur minn logar af þrá til að leysa þessa margflóknu gátu. Loka ekki, Drott-
inn, Guð minn, góði faðir, ég bið sakir Krists, loka ekki þessu, sem er í senn
svo kunnuglegt og ókennilegt, fyrir ósk minni um að komast að því og fá það
upplýst í ljósi miskunnar þinnar, Drottinn. Hvern skyldi ég spyrja um þetta?
Hverjum get ég fremur með ábata játað fávísi mína en þér? Þú hefur ekki ama
285