Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.09.1998, Blaðsíða 194
Kolbeinn Þorleifsson
á þeim granda og glœpa reit,
sem Golgata eg nefndan veit.
Hér er þá lýst kjarna kristinnar guðsþjónustu, eins og hún var skilin í Lauf-
ási við Eyjafjörð á 17. öld í mynd bardagans mikla á páskum. En þessi bardagi
var til þess háður að vinna að nýju tapaðan sóma og týnd lönd, sem tapast
höfðu í aldingarðinum Eden. Og þar er það sagan af honum Torfa í Miðgarði
og henni Efu í Austurhlíð, sem brugðu trúnaði við herra sinn, og var ásamt
Orminum stefnt fyrir hinn himneska alþingisdóm. Hér verður ekki farið út í
þetta mál í smáatriðum, heldur aðeins stiklað á stóru. Og áheyrandinn verður
stöðugt að hafa það í huga, að skáldið hefur í allri framsetningu sinni platónskt
líkingamál að leiðarljósi, rétt eins og kristnir menn höfðu haft frá upphafi.
í sem allra fæstum orðum sagt: Fórnardauði Krists á Golgata er hólm-
ganga (lat. duellum) á alþingi himnaríkis til þess að bæta fyrir aðra hólm-
göngu, sem í árdaga átti sér stað milli Evu og Ormsins, og leiddi manninn í
glötun. Eftir að skáldið hefur látið hinn himneska keisara gefa jarlinum í
Paradís prinsessuna sína, stillir hann brúðhjónunum upp í bjartleik þeirra, sem
ber að skilja í sömu merkingu og við leggjum í englasönginn á Betlehems-
völlum: „Dýrð sé Guði í upphæðum“, því að þessir menn vissu, að orðin dýrð
og bjartleikur voru hið sama á grísku (doxa, 8o£a). Og til þess að undirstrika
þessa merkingu orðsins bjartleiki, syngur skáldið í formála sínum um myrkra
vofur eddukvœða og skýlaust skyn helgiljóða. Þetta er munur, sem allir verða
að skilja, sem lesa þessi ljóð, því að platónisminn í þessum skáldakenningum,
kristnum eða öðrum, er lykillinn að túlkun allra dæmisagna. Orðsifjafræði séra
Jóns í Laufási er byggð á upphafsmáli heimsins, sem í þá tíð var talin
hebreska, því hann kunni hvorki forngotnesku né sanskrít, sem ég var látinn
læra í menntaskóla til þess að geta stafsett íslenskuna rétt (sjá Stafsetningar-
orðabók Halldórs Halldórssonar, 1947). Séra Jóni verður að fyrirgefast þetta,
því að aðferð hans veitir honum leyfi til að tengja orðin Adam og Eden við
íslenska orðið Eddu, orðið Eva verður að rótinni í orðinu Efi, sonur þeirra Set
gefur rótina í orðum eins og setning, lagasetning, því að í ætt Sets lá frækorn
hjálpræðisins. í þessu síðasta tilfelli fylgdi séra Jón skoðunum Lúthers í
Genesis-kommentar hans, því að hið hebreska orð hefur svipaða merkingu og
sami stofn í germönskum málum. Sæmd mannsins, sem er eitt af meginhug-
tökum íslendingasagna, var fólgin í bjartleikanum. Þess vegna gengu hjónin
ber í aldingarðinum.
En manninn skóp með beran búk og bjartleik klœddi,
og hæstum sóma höndin mjúka Herrans gœddi.
192