Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.09.1998, Blaðsíða 258
Sigurjón Árni Eyjólfsson
II Sautjánda öldin í umfjöllun þýskra fræðimanna
Til að nálgast rétttrúnaðinn er mikilvægt að huga að tíðarandanum í Evrópu
á 17. öld. Þetta var fyrsta öld eftir siðbót sem hafði hafist sem gagnrýni á
síðmiðaldir. Síðmiðaldir höfðu einkennst af streitu í trúarlífi einstaklinga þar
sem kirkjan ól ýmist á ótta eða von.29 Þessu olli að hjálpræðiskerfi kirkjunnar
byggði meira eða minna á framlagi mannsins sjálfs til eigin hjálpræðis, og
rammann um hjálpræðisleiðina setti kirkjan. Embættismenn hennar leiðbeindu
einstaklingnum í vali hans á góðum verkum, og var vægi þeirra mismunandi.
Þau verk sem tengdust boðorðunum tíu, hversdagslegri vinnu og almennri
þjónustu við náungann voru ekki afgerandi, heldur pílagrímsferðir, bænahald,
föstur og messur að ekki sé minnst á aflátsöluna. Afleiðing þessa var að mað-
urinn gat aldrei verið öruggur með hjálpræði sitt. Boðskapur siðbótamanna
um réttlætingu af trú á Krist, var því í eyrum fólks á fyrri hluta 16. aldar sem
fagnaðarerindi og frelsisboðskapur. Menn hristu fegnir af sér klafa verkarétt-
lætingarkerfis miðaldakirkjunnar og tímaskeiðið sem nefnt er nútími hófst.
Aðstæður voru breyttar við upphaf 17. aldar en þá lærði fólk, þegar í barn-
æsku, að Guð væri ekki strangur dómari heldur náðugur Guð sem fyrirgefur
syndir og væntir aðeins trúarinnar af manninum.
I raun er það vandi manna þriðju kynslóðar siðbótarinnar, að þeir áttu ekki beina
hlutdeild í þeirri baráttu og djúpu trúarlegu reynslu frumkvöðlana sem kenningin
um réttlætingu af trú tjáir. Boðskapur siðbótamanna var orðin að sjálfstæðri og
sjálfgefinni stærð í trúarhugsun fólks. Menn drógu ekki í efa sannleiksgildi henn-
ar, en þeir voru orðnir óöruggir, hvemig og hvort sannleikur boðskaparins yrði
að eigin sannfæringu.30
Kirkjuréttar- og kirkjusagnfræðingurinn Martin Heckel hefur, með hliðsjón
af sögu Þýskalands, fjallað um þetta óöryggi og viðbrögð manna við því á
17. öld ,31 Heckel dregur annars vegar fram hvernig samfélag sautjándu aldar
leitast við að festa sig í sessi og hins vegar hvernig það einmitt í þessari áráttu
sinni grefur undan gömlum stoðum samfélagsins og setur nýjar. Vert er að
29 Bainton: Marteinn Lúther, 15.
30 Zeller: Der Protestantismus des 17. Jahrhunderts. Tilvitnun tekin úr Wallmann: Der Piet-
ismus, 12.
31 Heckel: Deutschland im konfessionellen Zeitalter; Heckel: Autonomie und Pacis Com-
positio, 1-Bl; Heckel: Summum Ius - Summa Iniuria, 82-102; Heckel: Paritát (I), 106-227;
Heckel: Sákularisierung, 773-911; Heckel: Weltlichkeit und Sákularisierung, 912-933;
Heckel: Die Krise der Religionsverfassung des Reiches und die Anfánge des DreiBig-
jáhrigen Krieges, 970-998. Sjá einnig Burkhart: Der DreiBigjáhrige Krieg; Dipper:
Deutsche Geschichte 1648-1789.
256