Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.09.1998, Blaðsíða 294
Sigurbjörn Einarsson
meira en þeir geta torgað. Þeir segja: Hvað var Guð að gera áður en hann skóp
himin og jörð? Eða: Hvað kom að honum að fara að aðhafast eitthvað, úr því
hann gerði ekkert áður?
Veit þeim, Drottinn, að íhuga vel, hvað þeir segja og ná að skilja, að ekki
er unnt að segja „aldrei“, þegar enginn er tími. Þegar sagt er, að hann hafi
aldrei gert neitt, hvað er þá verið að segja annað en að hann hafi ekkert gert
í neinum tíma? Þá ættu menn að skilja, að án sköpunar getur enginn tími verið
til, og hætta slíkum þvættingi. Seilist þeir eftir því, sem framundan er og láti
sér skiljast, að þú ert eilífur skapari allra txða og fyrri allri tíð, og að enginn
tími, engin sköpun, er jafneilíf þér, jafnvel þótt einhver væri fyrri öllum tíma.
XXXI.
Drottinn, Guð minn. Hvílíkt er djúp leyndardóma þinna í skauti þínu! Hve
langt þaðan hafa afleiðingar synda minna varpað mér! Lækna augu mín, að
ég megi samfagna ljósi þínu. Sé hugur til með slíka volduga vitund og fyrir-
vitund, að hann þekki allt liðið og ókomið eins og ég þekki einn sálm, er Ijóst,
að sá hugur er yfrið undrunarlegur og svo stórkostlegur, að ógnum sætir. Ekk-
ert, sem gerst hefur eða gerast mun um aldir heims, er honum hulið, ekki frem-
ur en sálmurinn mér, meðan ég syng hann, ég veit, hvað af honum ég hef sung-
ið frá byrjun og hvað er eftir. En fjarri veri sú hugsun, að þú, skapari alheims-
ins, skapari hverrar sálar og líkama, fjarri sé, að þú þekkir með þessu líkum
hætti allt hið liðna og ókomna. Stórlega miklu dásamlegri og dularfyllri er
þekking þín. Þegar maður syngur það, sem hann kann og heyrir þekktan söng,
sveiflast kenndir hans ýmislega og skynjunin skiptist milli væntinga um
ósungið og hins, sem ómar í minni. Slíkt gerist ekki í þér, hinum óbreytilega
eilífa, já, eilífum skapara allrar hugsunar. Þú þekktir í upphafi himin og jörð
án allra brigða visku þinnar. Og eins skapaðir þú í upphafi himin og jörð án
frávika frá stefnu athafna þinna.
Sá, sem skilur, játi þér. Og sá, sem skilur ekki, játi þér einnig! Hve háleitur
ert þú. Og samt eru þeir bústaður þinn, sem eru af hjarta auðmjúkir. Því þú
reisir upp niðurbeygða. Og aldrei geta þeir fallið, sem eiga þar upphefð sína,
sem þú ert.
292