Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.09.1998, Blaðsíða 19
Ritningin og kvennagagnrýnin
Gagnrýnin tortryggnis-túlkunarfrœði kvenna setur svohljóðandi viðvörun
á alla texta ritningarinnar: „Varúð, gæti skaðað heilsu þína og ógnað lífi
þínu!“14 Biblían er að mestu ef ekki öllu leyti skrifuð af körlum og endur-
speglar sjónarhorn þeirra. Auk þess hefur túlkun ritningarinnar nær eingöngu
verið í höndum karla. Af þessum sökum telur Schússler Fiorenza ástæðu til
að nálgast alla texta hennar með tortryggni, þar sem þeir gætu hugsanlega
innihaldið kvenfjandsamlegan boðskap.15 Hlutverk tortryggnis-túlkunar-
fræðinnar felst þess vegna öðru fremur í því að fletta ofan af karlmiðlægum
mistúlkunum og sjónarhornum sem styðja eða réttlæta kúgun kvenna. En
tortryggnis-túlkunarfræðin leitar einnig að biblíutextum sem hafa að geyma
boðskap sem er andsnúinn feðraveldinu, eða textum sem hafa haft það hlut-
verk að gagnrýna ríkjandi valdafyrirkomulag.16 Schússler Fiorenza bendir á
að oft sé erfitt að koma auga á slíka texta vegna karlmiðlægs tungutaks eða
hugtaka, sem gera bæði boðskap þeirra og hlutverk torráðið. Engu að síður
telur hún mikilvægt að viðurkenna að til séu sögur, hefðir eða textar í Biblí-
unni sem endurspegli ekki reynslu valdhafanna og hafi ekki verið skráðir í
þeim tilgangi að réttlæta óbreytt ástand.17
Þannig kallar gagnrýnin tortryggnis-túlkun eftir endurskoðun á textum
Biblíunnar og þýðingum þeirra, sem tekur fullt tillit til sögulegs samhengis
og leitast við að koma upprunalegum boðskap til skila, hvort sem hann endur-
speglar fordóma feðraveldisins eða jafnréttisviðhorf.18 Það er síðan hlutverk
túlkunarfrœði sem tekur mið af boðuninni að meta guðfræðilegt mikilvægi
félags samtímans (samanber hliðstæðuaðferð Pauls Tillichs). Schiissler Fiorenza gagnrýnir
sömuleiðis túlkunaraðferð Rosemary Radford Ruether, sem er ákveðin útfærsla á hlið-
stæðuaðferð Pauls Tillichs út frá kvennagagnrýnu sjónarhorni. Ruether leggur áherslu á
hina spámannlegu frelsunarhefð (prophetic-liberating-tradition), sem hún telur grundvall-
andi fyrir fagnaðarboðskap ritningarinnar. Kröfu hinnar spámannlegu-frelsunarhefðar um
stöðuga endurskoðun notar Ruether sem mælikvarða á einstaka texta innan ritningarinnar
og guðfræðihefðarinnar, ásamt grundvallaratriði kvennagagnrýninnar sem staðfestir
mikilvægi fullrar mennsku kvenna. Gagnrýni Schussler Fiorenzu á aðferð Ruether gengur
út á það að þar sem Biblían í heild sinni sé skrifuð undir áhrifum feðraveldisins, þar með
talin hin spámannlega-frelsunarhefð, þá sé ekki hægt að gefa neinum hluta hennar
„normatíva" stöðu (Sjá: Russell, ritstj.: Feminist Interpretation of the Bible, 131-32 og
111-24; Schiissler Fiorenza: In Memory of Her, 14-21).
14 Russell, ritstj.: Feminist Interpretation of the Bible, 130.
15 Schussler Fiorenza: Bread Not Stone, 15-16.
16 Að mati Schiissler Fiorenzu hefur mikið áunnist á síðustu áratugum í þessum efnum. Sem
dæmi nefnir hún rannsóknir Phyllis Trible á móðurmyndum Guðs í Gamla testamentinu
og sínar eigin niðurstöður úr rannsóknum á postula- og leiðtogahlutverki kvenna í
frumkirkjunni (Sjá Schussler Fiorenza: Bread Not Stone, 16).
17 Russell, ritstj.: Feminist lnterpretation of the Bible, 131.
18 Schussler Fiorenza: Bread Not Stone, 17-18.
17
L