Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.09.1998, Blaðsíða 86
Einar Sigurbjörnsson
ég hræddur um þeir hefðu hengt sig af einskærri lotningu fyrir hinni sælu Maríu
ef ég hefði þýtt kveðjuna á þennan hátt.
En hvað kemur mér það við þótt þeir rjúki um í æði og bræði og þýði eins og
þeim sýnist? Ég mun halda áfram að þýða eins og mér finnst best en ekki að þeirra
vilja. Ef einhverjum líkar það ekki, kemur mér það ekki við. Hann getur haldið
meistarahætti sínum fyrir sig því ég vil hvorki sjá hann né heyra. Þeir þurfa ekki
að svara fyrir þýðingar mínar né bera ábyrgð á þeim. Það skalt þú heyra að ég
mun segja „yndislega13 María!“, „elskulega14 María!“ og leyfa þeim að segja
„María full af náð!“ Hver sem kann þýsku, veit hversu hjartanlegt þetta litla orð
er „elskulega María!“, „elskulegi Guð!“, elskulegi keisari!“, „elskulegi fursti!“,
„elskulegi maður!“, „elskulega barn!“ Ég veit ekki hvort orðið „elskulegur"
(liebe) hljómar jafn hjartanlega og innilega á latínu eða öðrum tungumálum, svo
að það endurómi í hjartanu og snerti allar tilfinningar eins og það gerir á voru
máli.
Ég held að heilagur Lúkas sem var meistari í hebresku og grísku hafi viljað
þýða það hebreska orð sem engillinn notaði með gríska orðinu kecharitomeni til
þess að ná merkingunni eins skýrt og unnt væri. Ég býst við að Gabríel engill hafi
talað við Maríu á sama hátt og hann talaði við Daníel og nefndi hann Chamudoth
og Isch chamudoth, vir desideriorum (Dan. 9.23; 10.11, 19), þ.e. elskulegi Dan-
íel. Þannig talar Gabríel eins og vér sjáum af Daníelsbók. Ef ég færi nú að þýða
samkvæmt bókstöfunum að hætti asna yrði ég að láta engilinn segja: „Daníel,
maður óskanna!“ eða: „Daníel, maður gimdanna!“ Það væri dálagleg þýska. Þjóð-
verji heyrir vissulega orðin „maður“, „girndir", „óskir“ því að það eru þýsk orð.
En þegar þau standa þannig saman sem „maður girndanna" þá botnar enginn Þjóð-
verji í því sem sagt er og getur farið að halda að Daníel hafi verið fullur af ljótum
girndum. Þá næðist aldeilis gott markmið með þýðingunni! Þess vegna verður
maður að yfirgefa bókstafina og í staðinn athuga hvernig Þjóðverji mundi segja
það sem tjáð er á hebresku með orðasambandinu ish chamudoth. Þá finn ég að
Þjóðverjinn hljóti að segja elskulegi Daníel, elskulega María eða yndislega15 mey,
unaðslega16 mær, blíða frú17 eða eitthvað í þá áttina. Því að hver sá sem vill vinna
að þýðingum verður að ráða yfir miklum orðaforða svo að hann hafi orð á
hraðbergi ef eitt orð á ekki við á öllum stöðum.
En bókstafleg þýðing getur líka átt við á sumum stöðum. List þýðandans
er að geta greint á milli þess hvenær nauðsynlegt er að þýða bókstaflega og
hvenær ekki. Þar kemur fram það álit Lúthers að þekking á fagnaðarerindinu
sé skilyrði þess að menn verði góðir þýðendur. Þá á hann ekki við fræðilega
þekkingu heldur lifandi þekkingu, þá sem viðurkennir í trú inntak og kraft
13 Holdselig.
14 Liebe.
15 Holdselig.
16 Niedlich.
17 Zartes Weib.
84