Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.09.1998, Blaðsíða 153
Upprisan í þremur íslenskum predikunum
Þú skalt horfast í augu við veruleikann. Það er hálfvelgjan í hugsun og hugarfari
og sáttfýsin við smáu tökin og blekkingarnar, sem veldur þeim kalda, átakalausa
efa, eða öllu heldur efaleysi um hálfsannleik, sem svo margir una, halda jafnvel
sumir að sé trú. (Sigurbjörn Einarsson 1976: s. 90)
Sá efi sem hér er hvatt til átaka gegn er annars eðlis en hinn trúarlegi efi um
upprisuna, sem fjallað var um í þriðja kafla. Hér er fremur átt við vísindalegan,
þekkingarfræðilegan efa sem leiðir til tómhyggju gagnvart heiminum og mann-
legri tilveru. Sigurbjöm vísar til orða „kunns lærdómsmanns“ er á m.a. að hafa
sagt:
Jörðin var til um milljónir alda án þess að vér værum til. Hvað erum vér gagnvart
henni? Hvað er jörðin í alheiminum? Alheimur verður áfram, þegar vér, mannkyn-
ið, er löngu stirðnað í líkklæðum útdauðrar jarðar. Svo smár er maðurinn. (Sigur-
björn Einarsson 1976: s. 91)
Gagnvart þessari tómhyggju spyr Sigurbjörn hvort stirðnað lík sé hin algilda
ímynd veruleikans (Sigurbjörn Einarsson 1976: s. 91) Og svarar síðan:
Þú ert leiddur að gröf, sem vitnar um það, að dauðans lög eru rofin, tilveran lýtur
mætti lífsins, það er ekki ásjóna líksins, sem er hin sanna ímynd hennar, heldur
auglit þess Jesú, sem lifir og frelsar. (Sigurbjörn Einarsson 1976: s. 91)... Þér er
sagt, að þegar allar plánetur eru útdauðar, muni Jesús risinn upp af líkblæjum
þeirra og ríkja í valdi lífsins yfir nýjum himni og nýrri jörð, þar sem kærleikur
Guðs er allt í öllu.“ (Sigurbjörn Einarsson 1976: s. 92)
Upprisuboðskapurinn hefur þar með fengið á sig „kosmíska“ og „eskatólog-
íska“ vídd. Upprisan er hinn endanlegi sigur Guðs yfir hinu illa í öllum þess
myndum. Lokastefið er andvarp predikarans frammi fyrir þessu undri:
Eg get ekki annað en tekið afstöðu með þessum boðskap ... því hann varð sterkari
en öll mótmæli míns smáa höfuðs og snauða hjarta... Það er undursamlegt að
mega heilsa hverjum morgni í ljósinu frá augliti hans og finna í hverju spori hönd
hans og hjarta. (s. 92)
Hin „kosmíska“ dulhyggja er því ekki aðeins „kosmísk“ heldur líka einstak-
lingsleg, smá og nærtæk. Hún felur í sér persónulegt samband við auga, hönd
og hjarta Guðs. Það eru hinstu rök Sigurbjörns Einarssonar fyrir upprisunni.
Upprisan er leyndardómur, „mysterium“ sem umlykur allt í senn alheim og
einstakling.
151