Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.09.1998, Blaðsíða 280
Sigurbjörn Einarsson
sjúkleik líkamans. Þegar þetta var hjá mér statt tók minni mitt myndir af því
og þær voru áfram, þær gat ég séð fyrir mér og hugsað um, hvenær sem ég
kaus að minnast þess, þótt sjálft væri það fjarlægt.
Sé því gleymskan geymd í minni sem mynd ein af sér en ekki sem hún
sjálf, hlýtur hún þó einhvern tíma að hafa verið viðstödd, svo að mynd hennar
yrði tekin. En þegar hún var viðstödd, hvernig fékk hún þá skráð mynd sína
í minnið, þar sem hún með nálægð sinni afmáir allt, sem þar er skráð? Samt
er mér ljóst, að með einhverjum hætti, þótt óskiljanlegt sé og óskýranlegt, man
ég gleymskuna sjálfa, þótt hún greftri allt, sem ég man.
XVII.
Mikill er kraftur minnisins, Guð minn. Hvílíkt ægilegt undur, botnlaust, marg-
kynja hyldýpi. Og þetta er hugur manns, þetta er sjálfur ég. Hvað er ég þá,
Guð minn? Hvers konar vera er ég? Líf, margbrotið og alls kostar ókannan-
legt.
I minni mínu eru víðir vellir, hellar og glúfur óteljandi, allt fullt af ótölu-
legri mergð alls kyns hluta, hvort sem er í myndum, - svo er um líkamlega
hluti, - eða efnið er þar sjálft, - þannig er um vísindin (menntirnar). Þar eru
og margvíslegar hugdettur og geðhrif, svo sem skapbrigðum háttar. Allt þetta
geymir minnið, þótt hugur sé ekki að lifa það og allt sé í huga, sem er í minni.
Um allt þetta þeysi ég og flýg fram og aftur, rýni eins langt og ég megna og
hvergi er endir. Svo voldugt er minnið, slíkur er máttur lífsins í lifandi manni
dauðlegum.
Hvað skal ég þá gjöra, Guð minn, mitt sanna líf? Yfir um þennan mátt
minn, sem nefnist minni, yfir um hann vil ég einnig, svo að ég nái yfir til þín,
ljósið unaðslega. Hvað segir þú við mig? Ég stíg um huga minn upp til þín,
sem ert yfir mér, stíg og yfir um þennan mátt minn, sem kallast minni. Því
ég vil ná til þín þar, sem unnt er að ná til þín, og tengjast þér þar, sem unnt
er að tengjast þér. Fénaður og fuglar eiga líka minni, annars gætu þau ekki
fundið ból sín og hreiður og annað margt, sem þau venjast. Þau gætu ekki
vanist við neitt, ef þau væru minnislaus. Ég vil sem sé og komast yfir um
minnið, að ég nái til hans, sem hefur aðgreint mig frá ferfætlingum og gert
mig skynsamari en fugla loftsins. Já, ég vil ná yfir um minnið, að ég megi
finna þig. Hvar? Hvar finn ég þig, þann í sannleika góða og óbrigðula unað?
Ef ég finn þig utan minnis míns minnist ég þín ekki. Og hvernig finn ég þig
ef ég minnist þín ekki?
278