Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.09.1998, Blaðsíða 110
Gunnlaugur A. Jónsson
Gamla testamentinu sem fermingarbörn velja sér að einkunnarorðum á ferm-
ingardegi sínum. I engan texta Biblíunnar er vitnað í jafnríkum mæli í minn-
ingargreinum Morgunblaðsins og hann,16 og út af engum sálmi Saltarans hafa
jafnmörg skáld ort nýja sálma. Þannig var sálmur 23 eini sálmur Saltarans sem
okkar fremsta trúarskáld, sr. Hallgrímur Pétursson, orti út af.17
Tel ég mig geta fullyrt að enginn texti Gamla testamentisins njóti þvílíkra
vinsælda meðal Islendinga og 23. Davíðssálmur.
Þessi sálmur hefur verið sr. Friðrik kær eins og svo mörgum öðrum og
eru varðveittar a.m.k. fimm ræður eftir hann þar sem lagt er út af þessum
sálmi, þar af tvær frá árum hans í Danmörku, fluttar á dönsku. Ein ræðan er
flutt á gamlaárskvöld 1915 meðal Vestur-íslendinga í Minnesota. Þar dregur
hann fram líkinguna milli dimma dalsins og hins ókomna árs og alls hins
óvænta sem það hefur upp á að bjóða. Sr. Friðrik hvetur áheyrendur sína til
að hræðast ekki og það gerir hann með tilvísun til þessa huggunarríka og
traustvekjandi sálms. Hér er það helst notkun hugtakanna „gæfa“ og „náð“
úr sálminum sem vekja athygli, en þau verða í meðförum sr. Friðriks að
tveimur verndarenglum sem gæta hins trúaða til hinstu stundar og munu eftir
dauðann bera sálina til himna. Allar bera prédikanir sr. Friðriks út frá þessum
sálmi vitni um hið óbilandi trúartraust hans og reynsluna um hvílíkan styrk
sé að sækja til trúarinnar og hve mikla huggun hún geti veitt. Textaúrval hans
virðist mér bera með sér að það séu ekki síst ritningarstaðir þeirrar gerðar sem
honum eru kærir og hann styðst mikið við. Notkun hans á S1 23 þarf því ekki
að koma á óvart. Sá sálmur er líka þeirrar gerðar að hann reynist flestum
auðskilinn og er því heppilegur til notkunar í æskulýðsstarfi.
Sálmur 46 — Uppáhaldssálmur sr. Friðriks
Sr. Friðrik átti sér líka uppáhaldssálm meðal sálma Saltarans, sálm 46. Það
er því ekki tilviljun að ræðusafn sr. Friðriks frá árinu 1946 skuli bera heitið
Guð er oss hceli og styrkur, sem sótt er í upphafsorð 46. Davíðssálms.
í handritasafni sr. Friðriks í húsi KFUM og K við Holtaveg er að finna
handrit að ekki færri en átta prédikunum, hugvekjum, húskveðjum og útfarar-
ræðum út frá 46. sálmi, einkum upphafsversinu. I einni af þessum hugvekjum
16 Það hefur óbirt könnun dr. Péturs Péturssonar prófessors leitt í ljós.
17 Auk þeirra Jóns Þorsteinssonar píslarvotts (1570-1627) og Valdimars Briem (1848-1930),
sem ortu út af öllum 150 sálmum Saltarans, hafa m.a. þeir Hallgrímur Pétursson (1614-
1674), Bjarni Thorarensen (1786-1841), Bjarni Eyjólfsson (1913-1972), Matthías
Johannessen, ritstjóri Morgunblaðsins, og Ingvar Gíslason, fyrrverandi menntamálaráð-
herra, ort út af 23. Davíðssálmi.
108