Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.09.1998, Blaðsíða 273
Sigurbjörn Einarsson (þýddi)
Minnið og tíminn
✓
Kaflar úr 10. og 11. bók Játninga Agústínusar kirkjuföður
Úr tíundu bók
VII.
Hvað elska ég þá, þegar ég elska Guð minn? Hver er hann, sem er yfir hvirfli
sálar minnar?
Um sál mína sjálfa vil ég stíga upp til hans. Ég vil stíga yfir það afl, sem
samtengir mig líkamanum og fyllir hann allan lífi. Ekki finn ég Guð minn með
því afli. Þá gætu skynlausir hestar og múlar (Sálm. 32,9) eins fundið hann,
því hið sama er lífsaflið í líkama þeirra. Annað er það afl, sem ekki aðeins
lífgar, heldur og vitkar hold mitt, sem Drottinn hefur gjört mér. Hann býður
auganu að sjá, ekki heyra, og eyranu að heyra, ekki sjá. Og hverju öðru skyn-
færi velur hann sitt rétta hlutverk, stað og stöðu. Skynjanir þeirra eru margvís-
legar en samur er ég í þeim öllum, einn ég, sálin mín
Þetta afl mitt vil ég einnig yfirstíga, því það eiga hestar og múlar líka, þeir
skynja eins með líkamlegum skynfærum.
VIII.
Ég vil sem sé stíga yfir um þennan hluta eðlis míns og stig af stigi hefjast
upp til hans, sem skóp mig. Þá kem ég á völlu og í víðar hallir minnisins, þar
sem eru fjársjóðir óteljandi mynda þeirra hluta, sem skynfærin hafa þangað
fært. Þar er og allt geymt, sem vér hugsum, er vér ýmist minnkum eða aukum
ellegar breytum á annan veg því, sem skilvitin hafa numið. Þar í er og hirt
og hlaðið öllu öðru, sem gleymskan hefur ekki enn afmáð og greftrað. Hve-
nær sem ég kem þar, krefst ég þess, að fram sé látið hvaðeina það, sem ég
óska. Sumt kemur þegar, annars þarf lengur að leita, eins og það sé sótt í ein-
hverjar leyndari hirslur. Sumt fossar fram, og þegar beðið er um annað og
annars leitað, ryðst það að og virðist segja: Er það ekki ég? Og ég stjaka þessu
með innri hendi úr augsýn minnis míns, uns það sem ég leita kemur í ljós úr
leyni sínu. Annað kemur tregðulaust og í röð og reglu eftir óskum, hið fyrra
271