Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.09.1998, Blaðsíða 63
Rudolf Bultmann og Jón Sveinbjörnsson
guðfrœðisögu þar sem atburðirnir í lífi Jesú (= sagnfræði) og mikilvægi þess-
ara atburða fyrir hina fyrstu kristnu (= guðfræði) verða ekki aðskildir. Að
nálgast hinn sögulega Jesú er því þrautinni þyngri.20
Þriðja atriðið sem sýnir hvernig Bultmann fléttar saman guðfræði og sagn-
fræði sést í umfjöllun hans um hjálpræðisgoðsögn guðvísistefnunnar. Megin-
drættir þeirrar goðsögu eru eftirfarandi: I upphafi var heimurinn óspilltur og
góður. Síðan þróuðust málin á verri veg og heimurinn fylltist óreiðu og maður-
inn varð fráhverfur skapara sínum. Syndugt mannkyn hefur þó í sér neista
hinnar upphaflegu björtu tilveru en þarf aðstoðar frelsara til þess að endur-
heimta upphaflegt ástand. Skilningur á mikilvægi þessarar goðsögu var grund-
völlur þeirrar þekkingar og þess innsæis sem gnóstar lögðu áherslu á.
Bultmann nýtti sér þetta túlkunarlíkan í ritskýringu sinni á Jóhannesar-
guðspjalli21 og í áðurnefndri bók um Guðfræði Nýja testamentisins. Jafnframt
varð þetta líkan mikilvæg forsenda fyrir prógrammi hans um afhjúpun goð-
sagnanna. Ofangreinda goðsögn er að finna innan hins sanna kristindóms
hellenískrar kristni, en kristfræði Jóhannesar og Páls er eingöngu afbrigði frá
þessari almennu hjálpræðisgoðsögn. Að mati Bultmanns var það í sjálfu sér
ekki mikilvægt að kristni hafði ofangreinda goðsögn sameiginlega með öðrum
átrúnaðarformum. Hið mikilvæga var hvað þessi goðsögn gaf til kynna. Hin
tímabundna hjálpræðisgoðsögn hefur að geyma algild mannleg sannindi sem
fara handan við söguleg birtingarform sín. Hún gefur vísbendingu um sam-
eiginlegar væntingar og þrár manna varðandi lífið og eilífðina. Ekki nóg með
það. Þetta trúarbragðasögulega líkan var grundvöllur guðfræðilegrar tjáningar
sem er sammannleg og eilíf. Þær væntingar um eilíft líf og hjálpræði sem þar
birtast eru hluti mannlegrar tilvistar hvar sem er og hvenær sem er.22
20 I bók sinni Von Reimarus zu Wrede: Eine Geschichte des Leben-Jesu-Forschung
(Tiibingen: J.C.B. Mohr (Siebeck), 1906) sýndi Albert Schweitzer fram á að fræðimenn
18. og 19. aldar voru menningarlega skilyrtir í leit sinni að hinum sögulega Jesú. Dieter
Georgi hefur bent á það sama um yfirstandandi leit; hann telur að rætur leitarinnar að
hinum sögulega Jesú sé að finna í Evrópu á 11. og 12. öld („The Interest in Life of Jesus
Theology as a Paradigm for the Social History of Biblical Criticism," HTR 85 (1992), bls.
51-83). Clive Marsh hefur tekist að auðkenna níu leitarflokka af hinum sögulega Jesú í
„Quests of the Historical Jesus in New Historicist Perspective,“ Biblical Interpretation 5,4
(1997), bls. 403-437. Craig A. Evans gefur yfirlit yfir u.þ.b. 2000 rit frá 1768 til 1995 sem
með einum eða öðrum hætti hafa tengst rannsóknum á hinum sögulega Jesú í Life ofJesus
Research. An Annotated Bibliography (Leiden / New York / Köln: E. J. Brill, 1996).
21 Rudolf Bultmann, Das Evangelium des Johannes. Göttingen: Vandenhoeck & Ruprecht,
10. útg., 1941.
22 Sjá Bultmann, „Neues Testament und Mythologie. Das Problem der Entmythologisierung
der neutestamentlichen Verkúndigung" (1941) í Hans-Wemer Bartsch, ritstj., Kerygma und
Mythos I (Hamburg: Herbert Reich), 1948, bls. 15-48; „Zum Problem der Entmytholo-
gisierung," Glauben und Verstehen IV (Túbingen: J.C.B. Mohr, 1975), bls. 128-37; „Jesus
61