Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.09.1998, Blaðsíða 188
Kolbeinn Þorleifsson
þeir, að hér muni vera að finna upphaf leiklistar á íslandi, en enginn hefur
látið sér detta í hug, að orðið „Herranótt“ sé upphaflega líkingamál um kristna
messu eða veraldlegt Alþingi. Hlutverk mitt í dag er að sanna fyrir áheyr-
endum mínum, að svo sé. Nóttin er skuggi af deginum, og herradagurinn var
æðsta þing hins heilaga rómverska keisaradæmis, og þingið er ekklesia (gr.
éiockriCTia), þ.e. kirkjan. Allt er þetta flókið mál og utan við alfaraveg ís-
lenskrar hugsunar eins og nú standa sakir. Engu að síður ætla ég að reyna að
sýna áheyrendum mínum með ljósum og raunverulegum dæmum úr íslenskri
menningarsögu, hvernig þetta má vera. Skýrustu og kröftugustu dæmin sæki
ég til hins gamla og öfluga menningarseturs Eyfirðinga, Laufáss við Eyjafjörð,
Paradísargarðs séra Jóns Magnússonar í Laufási, og nota sem meginuppistöðu
„Rímur af vorum fyrstu forfeðrum Adam og Evu“, sem ortar voru á árunum
1640-50.
Aður en vikið verður að sjálfu meginefninu, ætla ég að gera grein fyrir
þeim vísindalegu forsendum, sem ég hefi til að rannsaka þetta mál. Þá er fyrst
að minnast á það, að við nám mitt í Kaupmannahafnarháskóla fyrir áratug var
ég í stöðugu nábýli við þann hóp manna, sem hafði unnið árum saman við
rannsóknir á veggmálverkum kirkna í hinu forna danska konungsríki. Þessi
hópur var aðeins hluti af miklu stærri heild, sem um nokkurra áratuga skeið
hefur unnið að rannsóknum kristinnar kirkjulistar, og hefur með rannsóknar-
starfi sínu víkkað sjóndeildarhring manna að miklum mun, ekki aðeins í lista-
sögu, heldur líka í hugmyndasögu, guðfræði og heimspeki. Áðurnefndur hópur
hefur nú slegist í för með öðrum fræðigreinum, sem hafa sameinað starfsemi
sína í miðaldastofnun háskólans í Kaupmannahöfn, sem hóf fyrirlestrahald að
amerískri fyrirmynd fyrir örfáum árum. Áralöng kynni af starfsemi þessa
rannsóknarhóps opnaði augu mín fyrir gildi þessara rannsókna fyrir íslenska
kirkjusögu. Við hefðum að vísu ekki af myndum að státa, en við hefðum
skáldskapinn og líMngamálið, sem honum heyrði til. Gallinn var bara sá, að
sú úttekt, sem fræðimenn eldri kynslóðarinnar höfðu gert á íslenskum skáld-
skap, virtist benda til þess, að íslensk menning hefði töluverða sérstöðu í þessu
efni, og væri ekki hluti af evrópskri menningu. Hér var það einn mesti vandinn
að meta þau verk, sem málvísindamenn höfðu unnið, eftir mælikvarða guð-
fræðinnar og heimspekinnar. Árangurinn varð misjafn: þokkalegur varðandi
miðaldirnar, en allrýr varðandi lútherska tímabilið. Hingað til hafði ég athugað
prentaðar bækur, en nú hóf ég þá þreytandi erfiðisvinnu að lesa handrit frá
síðari öldum, og þar gaf loks á að líta. Brátt sá ég rísa upp úr blámóðu aldanna
risa tvo, sem hingað til höfðu verið hafðir útundan í fræðunum, en höfðu
greinilega verið stórmenni á sínum tíma, og hjá þessum risum fann ég lykil-
inn að ýmsum þáttum íslenskrar menningar. Risarnir tveir hétu: Séra Páll
186