Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.09.1998, Blaðsíða 121
Vökumaður, hvað líður nóttunni ?
þekkt fljót, hvernig hann stóð þar hugfanginn og horfði í strauminn. „Jeg stóð
í anda á sjónarhæð tímans,“ segir hann. „Það voru áraskipti. Ar endaði og ár
byrjaði. Jeg sá fyrir mér þennan hinn sama straum síniðandi óstöðvandi
áfram,“ segir sr. Friðrik. Hann lýsir því síðan hvernig ættartala þessi hafi eitt
sinn orðið fyrir honum er hann opnaði bók bókanna að næturlagi og hvernig
honum hafi orðið við undir lestri hennar: „Mjer fannst allt í einu jörðin fara
að titra undir fótum mjer af fótatökum kynslóðanna. Þar brunuðu þær fram.
Það var fæðing á heimili Rams og það var fögnuður yfir litlum sveini og hann
ólst upp og þá varð sorgarathöfn á heimilinu því Ram var borinn burt til síns
hinsta legurúms.“ Þannig tekst sr. Friðriki að gæða lífi þau nöfn sem voru í
ættartölu þeirri sem fæstir biblíulesendur hafa veitt mikla athygli um leið og
hann bendir á hinn óstöðvandi straum tímans.
Hér verður innihald þessarar prédikunar ekki rakið frekar, en óhætt er að
segja að þar hafi sr. Friðrik tekist að semja áhrifamikla og minnisstæða prédik-
un út frá texta sem fáum hefði hugkvæmst að prédika út frá. Raunar hef ég
frétt af öðrum mönnum sem prédikað hafa út frá ættartölum, en tel mjög lík-
legt að þeir hafi fengið þá hugmynd frá sr. Friðriki því að sagan af því er einn
af vinum sr. Friðriks ræddi við hann um möguleikann á útleggingu á Biblíunni
er vel þekkt. Sr. Friðrik hélt því fram að hægt væri að nota alla texta Biblí-
unnar sem grundvöll að prédikun, en vinur hans skildi ekki hvernig hægt væri
að leggja út af textum eins og ættartölunni í byrjun Matteusarguðspjalls. Sr.
Friðrik tók þá þann texta og lagði þannig út af honum að ýmsir töldu að þar
hefði orðið til ein af hans allra bestu prédikunum.31
„Vökumaður, hvað líður nóttunni?“ Sr. Friðrik og biblíugagnrýnin
Sr. Friðrik hélt sig að langmestu leyti utan við þær trúmáladeilur sem urðu
hér á landi uppúr aldamótunum síðustu.
Ekki kemur hann heldur neitt inn á þau mál í endurminningum sínum.
Sumir af helstu talsmönnum nýguðfræðinnar, ekki síst Haraldur Níelsson
(1868-1928)32 og Jón Helgason (1866-1942),33 höfðu verið nánir samstarfs-
31 Þessa ábendingu á ég að þakka nemanda mínum Jóhanni Herbertssyni cand. theol. sem
skrifaði stutta ritgerð í námskeiði mínu um guðfræði Gamla testamentisins haustið 1996.
Fjallaði ritgerð hans um „Sr. Friðrik Friðriksson og Gamla testamentið."
32 Sjá Gunnlaugur A. Jónsson, „Þýðingarstarf Haralds Níelssonar og upphaf ,biblíugagnrýni‘
á Islandi." Biblíuþýðingar í sögu og samtíð. Ritröð Guðfrœðistofnunar 4,1990, s. 57-84,
sbr. einnig dönsk útgáfa þeirrar greinar (lítið breytt): „Cand. theol. Haraldur Níelssons
oversættelsesvirksomhed og de fprste tillpb til »bibelkritik« pá Island.“ Kirkehistoriske
Samlinger 1995, s. 147-181.
33 Besta heimildin um Jón Helgason eru óútgefnar endurminningar hans Það sem á dagana
119