Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.09.1998, Blaðsíða 126
Gunnlaugur A. Jónsson
allar vífillengjur og Móse hafi orðið að beygja sig fyrir skipuninni og fyrir-
heitinu: „Far þú, sjá jeg er með þjer.“ í trausti til þessa fyrirheitis hafi óteljandi
lærisveinar á öllum öldum farið út í hinn stóra heiðingjaheim frá öllu sem
þeim var kært til að þess að framkvæma hina sérstöku köllun, er þeir vissu
að þeim var gefin. Þá segir sr. Friðrik þá skoðun sína að hin íslenska kirkja
hafi farið mikils á mis við það að hún hafi verið svo sofandi í þessu efni. Þess
vegna sé það óvenjulegt fagnaðarefni og um leið hin mesta uppvakning fyrir
hina íslensku kirkju þegar ungur maður þjóðar okkar hafi heyrt þessa sérstöku
köllun til sín og hlýtt henni. Af þeim texta sem sr. Friðrik velur hér til grund-
vallar vígslulýsingu sinni, svo og útleggingu hans á textanum, verður ljóst að
hann lítur á það sem mikilvægt hlutverk hins vígða að „skína“ og á væntanlega
við með því að hann sé til fyrirmyndar bæði í allri framgöngu sinni og þeim
boðskap sem hann flytur. Texti þessi var í miklu uppáhaldi hjá sr. Friðriki, einn
þriggja texta úr Gamla testamentinu sem hann notaði mest, hinir voru S1 46
og Jes 40.
Arið eftir (1938) kom aftur í hlut sr. Friðriks að lýsa vígslu í Dómkirkj-
unni, að þessu sinni er Jón Helgason biskup vígði Sigurbjörn Einarsson til
prests á Breiðabólsstað. Aftur valdi sr. Friðrik texta úr Jesaja til grundvallar
orðum sínum, nánar tiltekið hið kunna ástarkvæði urn víngarðinn í Jesaja 5.
Sagt hefur verið um þann texta að merking hans sé svo augljós, að ítarleg út-
legging sé ónauðsynleg.45 Þegar Guð annast um þjóð sína, söfnuð sinn, þá
væntir hann þess að þjóðin, söfnuðurinn, veiti andsvar í réttlæti, með athöfn-
um, sem sýni að söfnuðurinn taki vilja Guðs alvarlega. Raunar tekur 7. vers
textans ómakið af lesandanum og upplýsir hver merking textans er, en þar seg-
ir: „Víngarður Drottins allsherjar er ísraels hús, og Júdamenn ástkær plantan
hans. Hann vonaðist eftir rétti, en sjá, manndráp; eftir réttvísi, en sjá, neyðar-
kvein.“
Útlegging sr. Friðriks á texta þessum minnir talsvert á prédikun hans út
frá Ljóðaljóðunum. I útleggingu hans verður ástvinurinn í textanum Jesús
„ekki af því að jeg elski hann svo heitt, heldur af því að hann hefur elskað
mig; þess vegna er hann ástvinur allra vor, því að enginn hefur elskað oss svo
heitt sem hann.“ Þessi eru upphafsorð sr. Friðriks. Fyrir honum er víngarður-
inn ekki Israels hús heldur hin „heilaga almenna kirkja“ og er sú yfirfærsla
auðvitað ekki annað en búast má við af kristnum prédikara, sem lítur svo á
að hinn nýi sáttmáli hafi leyst hinn gamla af hólmi. Og þegar kemur að því
að sr. Friðrik lýsi víngarðinum þá dvelur hann ekki við hina neikvæðu lýs-
ingu á víngarði ástarkvæðisins, víngarðinum sem bar muðlinga í stað vínbers.
45 O. Kaiser, Isaiah 1-12. A Commentary. E.þ. London: SCM Press 1972, s. 62.
124