Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.09.1998, Blaðsíða 191
Leikhúsið í guðsþjónustunni - Hinn íslenski Milton
hefur enginn íslendingur aðgang að helstu ritum Lúthers á íslenskri tungu,
hvað þá hinum guðfræðilegu ritsmíðum, sem hafa inni að halda hörðustu
árásir hans á allegóríuna eða andlega túlkunaraðferð miðalda. Mér sýnist, að
fyrri tíðar mönnum hérlendis hafi verið meira í mun að halda hinu gamla guð-
veldi saman kringum biskupsembættið, en að innleiða framandi hugsun, sem
gat kippt fótunum undan íslenskri þjóðfélagsskipan. Út í þetta mál er ekki
hægt að fara í þessu erindi, en ég bið áheyrendur að taka eftir því, að ég nota
orðið guðveldi um hina raunverulegu stjórnskipan á íslandi 17. aldar, og þetta
guðveldi byggist á biskupunum og prestum landsins. Þetta þjóðfélag er orðið
ævagamalt á Islandi á þessum árum, og það er þetta guðveldi, sem best verður
táknað með sverði guðs, sem í bókstaflegum skilningi hét Guðbrandur Þor-
láksson Hólabiskup á þeim árum, sem séra Jón í Laufási var að alast upp. Það
er þetta guðveldi, sem lýst er í kveðskap séra Jóns, og hann veit, að hann er
sem prestur í Laufási í hlutverki Adams í eplagarðinum Eden. Enginn kenndi
íslendingum betur að haga sér eftir settum reglum í þessu þjóðfélagi en einmitt
séra Jón í Laufási, því að í 200 ár var ,Hústafla“ hans (Oeconomia Christiana)
prentuð sem grundvallarbók í hegðun innan hins gamla íslenska samfélags.
Önnur ljóðmæli, sem aldrei voru prentuð voru „Rímur af AuðbirnC, þar sem
séra Jón semur ævintýri um samband Guðs og manna, þar sem aðalsöguhetj-
umar eru fulltrúar okurkarlanna og kirkjunnar, systkinin Auðbjörn og Mál-
prúð. Síðan leggur hann táknmál ævintýrisins út fyrir lesendur sína. Önnur
ljóðmæli, sem prentuð voru, eru Ljóðmœli, hvörninn maður skal brúka auðinn
réttilega. Áður en lengra er haldið ætla ég að lesa eitt erindi úr því kvæði, svo
sem sýnishorn um viðhorf mannsins til ágirndarinnar:
Agirnd slökkur út andlegt traust,
oft mann lœtur sofa laust.
Vílar bœði vor og haust,
því vantar nauðsyn alla.
Aungvu ann nema illum plóg.
Yndi hefur af frœnda róg.
Heimskringlan er henni ei nóg.
Hérfyrir má hana kalla
Ginnunganna gapið strítt
með ginið vítt,
glötunar stig og palla.
í rímum séra Jóns í Laufási er merkilegt að sjá, hversu mikið hann gerir úr
formálum rímnanna, sem oftast eru hjá öðrum skáldum kallaðir mansöngvar.
Séra Jón skilur þennan hluta rímnanna svo, að um sé að ræða inngang að ræðu,