Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.09.1998, Blaðsíða 293
Minnið og tíminn
um hana. Neitar því nokkur, að fortíðin sé ekki lengur? Samt er í huganum
nú minning hennar. Neitar því nokkur, að líðandi stund sé engin dvöl, því hún
hverfur hjá á andartaki? En athyglin varir og um hana fer allt, sem að ber og
hverfur aftur. Það er því ekki framtíðin, sem er löng. Hún er ekki til. En löng
framtíð er langvarandi tilhugsun um framtíð. Og ekki er það fortíðin, sem er
löng. Hún er ekki heldur til. Löng fortíð er langvaranleg minning um fortíð.
Segjum að ég ætli að fara með sálm, sem ég kann. Aður en ég byrja beinist
eftirvænting mín að honum í heild. En þegar ég er byrjaður beinist inn í minn-
ið það af honum, sem ég tíni hvað eftir í fortíðina. Líf þessarar athafnar minnar
beinist á víxl að minninu, vegna þess, sem ég hef sungið, og að eftirvænting-
unni, vegna þess, sem ég ætla að syngja. En nútíð er sú athygli mín, sem færir
það, sem var framtíð, yfir í fortíð. Því meira sem vinnst á, því meira dregur
úr eftirvæntingunni en minningin teygir úr sér, uns allt, sem var í vændum,
er þrotið, athöfnin til lykta leidd, öll orðin minning.
Það sem gerist með sálminn í heild gerist og með einstaka hluta hans og
hvert atkvæði. Hið sama verður og, ef hann er hluti af lengra verki. Hið sama
er að segja um allt líf manns, en hlutar þess eru allar gjörðir hans. Og eins er
um alla sögu mannanna barna, en hlutar hennar eru ævir allra manna.
XXIX.
En miskunn þín er mætari en lífið (Sálm. 63, 4-9), Sjá, líf mitt er mylsna. En
hægri hönd þín styður mig, Drottinn minn, Mannssonurinn, meðalgangarinn
milli þín, hins eina, og oss hinna mörgu, - hjálp vor í mörgu með mörgu. Lát
mig höndla hann, sem ég er höndlaður af (Fil. 3,12) og leysast frá fomum
dögum og fylgja einum, gleyma því, sem að baki er. Láta ekki teygjast á milli
þess, sem kemur og fer, heldur keppa eftir því, sem framundan er, ekki
tvíhuga, heldur af alhuga, til verðlaunanna á himnum, sem Guð hefur kallað
oss til (Fil. 3,14). Þar mun ég heyra lofsönginn og skoða yndisleik þinn, Sem
hvorki kemur né fer (Sálm.26,7; 27,4). Nú líða ár mín í andvörpum (Sálm.
31, 23). Þú einn, Drottinn, ert huggun mín, faðir minn eilífur. Ég er slitinn
sundur í tíðir og skil ekki rök þeirra. Hugsanir mínar sundrast og dýpstu inni
sálar minnar umbyltast margvíslega, uns ég renn í eina rás með þér, bráðinn
og hreinsaður í eldi elsku þinnar.
XXX.
Ég mun standa og styrkur verða í þér, mínu sanna móti, sannleika þínum, og
ekki framar þurfa að þola spurningar manna, sem af saknæmri sýki þyrstir í
291