Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.09.1998, Blaðsíða 106
Gunnlaugur A. Jónsson
svið innan biblíufræðanna. Hér á landi hefur Jón Sveinbjörnsson prófessor
verið manna iðnastur við að kynna ný sjónarmið á sviði guðfræðinnar og þá
ekki síst með því að draga athyglina að þætti lesandans (reader response
criticism)4 og því tel ég vel við hæfi að birta grein á sviði áhrifasögunnar í
riti sem honum er helgað.
A undanförnum árum hafa sést ákveðin merki þess að áhugi biblíufræð-
inga sé að vakna fyrir þessu mjög svo áhugaverða fræðasviði. Dæmi þess má
sjá í nýrri bók David J.A. Clines, The Bihle and the Modern World.5 Lestur
þessarar bókar gladdi mig mjög, ekki síst fyrir þá sök að þar eru kynnt sjónar-
mið í biblíufræðunum sem eru um margt mjög skyld þeim áhersluatriðum sem
ég hef verið að kynna hér á landi.
Þar sem þessi grein mín er á sviði áhrifasögu Gamla testamentisins tel ég
við hæfi að fara nokkrum orðum um þessa bók Clines. Hann er einn þeirra
biblíufræðinga í Sheffield á Englandi, sem hafa átt mestan þátt í því að gera
þann stað að einu höfuðvígi gamlatestamentisfræða á undanförnum árum,
bæði með öflugri bókaútgáfu og nýjum og athyglisverðum rannsóknaraðferð-
um á sviði biblíufræðanna. Clines leggur á það áherslu að ef við tökum það
alvarlega að Biblían er snar þáttur í nútíma samfélagi þá ætti áherslan að
færast frá höfundum biblíutextanna (sem eru löngu látnir!) og að lesandanum.
Clines segir að textar hafi aðeins merkingu þegar lesendurnir gera sér merk-
ingu úr þeim. Merkingin verði þannig til í samspili textans og lesandans. í
stað þess að leita að einni ákveðinni merkingu textans ættum við að viður-
kenna og greina þær mismunandi merkingar sem textinn hefur fyrir ólíka
lesendur.6 Þetta er síðan það sem Clines tekur sér fyrir hendur að kanna. Hann
fjallar um rannsóknir á Biblíunni í háskólunum, notkun hennar og áhrif í
menningunni (skilin þröngum skilningi sem ,,listir“), áhrif Biblíunnar meðal
almennings og loks innan kirkjunnar og hinna ólíku kirkjudeilda. Hann vill
ekki líta á túlkunarsögu textanna sem einhvers konar fornfræði, heldur sé hún
þvert á móti mjög mikilvæg fyrir nýjar túlkanir7 og talar í því sambandi um
samanburð túlkana sem mikilvægt fræðasvið. Af þeim einkennum sem Clines
4 Sjá einkum eftirtaldar greinar Jóns „Biblían og bókmenntarýnin.“ Orðið. Rit Félags
guðfrœðinema 19,1985, s. 6-13; „Ný viðhorf í Biblíurannsóknum." Tímarit Háskóla
Islands 1,1986, s. 40-48; „Lestur og ritskýring." Ritröð Guðfrœðistofnunar. Studia
theologica islandica 1,1988, s. 51-70; „Ný viðhorf við biblíuþýðingar." Biblíuþýðingar í
sögu og samtíð. Ritröð Guðfrœðistofnunar. Studia theologica islandica 4,1990, s. 85-120.
5 David J.A. Clines, The Bible and the Modern World, Sheffield Academic Press 1997.
6 David J.A. Clines, The Bible and the Modern World, Sheffield Academic Press 1997, s. 17.
7 A þetta atriði lagði ég mikla áherslu í doktorsritgerð minni. Sjá Gunnlaugur A. Jónsson,
The Image ofGod. Genesis 1:26-28 in a Century ofOld Testament Research. Almquist &
Wiksell Intemational, Stockholm 1988.
104