Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.09.1998, Blaðsíða 214
Kristján Búason
að Jesú og undirbýr lausn þess vanda. Henni fylgja tvær stöðustaðhæfingar,
að bátarnir eru við vatnið og að fiskimennirnir hafa gengið í land, það er að
segja, þeir eru í landi. Fylgistaðhæfingin, að fiskimennirnir þvo net sín, fyllir
í myndina og stendur í tímasambandi við stöðustaðhæfinguna, að fiskimenn-
irnir hafa gengið í land.
Allar þessar framantöldu staðhæfingar mynda lýsingu á aðstæðum við
vatnið og kynna til sögunnar flesta þá þætti, sem koma við sögu í framhaldinu.
I. b. Annar þáttur framvindunnar hefst á kjarnastaðhæfingunni, að Jesús
stígur um borð í annan bátanna. Þessi staðhæfing stendur í tíma og orsaka-
samhengi við upphafsstaðhæfingu þáttarins á undan. Sem afleiðing þess, að
fólkið þrengdi að Jesú, þá stendur hún einnig í orsakasamhengi við undir-
liðuðu kjarnastaðhæfinguna, að Jesús sá tvo báta. Hún innleiðir lausn vandans.
Sú staðhæfing, að báturinn sé Símonar, er stöðustaðhæfing. Fylgistaðhæfingin
um bón Jesú um að leggja lítið eitt frá landi útfærir nánar lausnina. Sama máli
gegnir um fylgistaðhæfingarnar, að Jesús settist, að Jesús kenndi fólkinu. Hin
síðari stendur í tímasamhengi við hina fyrri, og útfærir nánar þetta, að Jesús
settist, sem er stelling kennarans.
Kjarnastaðhæfingin, að Jesús hættir að kenna fólkinu markar skil í fram-
vindunni og stendur í tímasamhengi við staðhæfinguna um kennsluna og eins
það, sem á undan hefur farið.
Athygli vekur, að ekki er gerð nánari grein fyrir innihaldi kennslu Jesú
eða afstöðu fólksins til hans.
Þessi greining sýnir fyrst og fremst orsakasamhengi. Hér er um orsaka-
fléttu að ræða, þar sem flækja kallar á lausn. Lausir endar í þessari orsakafléttu
eru hinn báturinn og aðrir fiskimenn en Símon. Hér vaknar spurning um hlut
þeirra í frásögunni.
II. 1. a. Annar meginþáttur framvindu sögunnar hefst á orðum Jesú, kjama-
staðhæfingu, þar sem Jesús talar til Símonar og félaga um, að hann leggi á
djúpið og þeir kasti nót sinni til veiði. Hér þrengist sviðið, samskiptin verða
milli Jesú og fiskimannanna. Þessi athöfn Jesú stendur í tímasamhengi við
það, sem á undan er farið, er Jesús hætti að kenna fólkinu, og í óbeinu orsaka-
samhengi við kjamastaðhæfinguna um, að fólkið hlustar á hann flytja Guðs orð.
Með tilliti til þess, sem á eftir fer, er hér vakin spurning um gildi orða Jesú.
Næst á eftir fylgir kjarnastaðhæfing, svar Símonar, sem tjáir neikvæðar
forsendur þess að verða við boði Jesú, árangursleysi fiskimannanna við
veiðar undanfarna nótt, en áréttar samt, að Símon muni að orðum Jesú leggja
netin. Svar Símonar er í tíma- og orsakasamhengi við undanfarandi orð Jesú.
Þau afhjúpa spennu, sem orð Jesú skapa, enda þótt jafnskjótt sé dregið úr
212