Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.09.1998, Blaðsíða 109
Vökumaður, hvað líður nóttunni ?
bernsku hans. Árið sem hann varð sex ára settust foreldrar hans að í Litladal
í Tungusveit, þar sem þau ætluðu að búa í tvíbýli við Jóhannes Pétursson,
föðurbróður Friðriks. Þar kynntist Friðrik Biblíunni í fyrsta sinn og segir svo
frá þeim kynnum í endurminningum sínum:
Þá um haustið fór jeg að lesa í bók, sem mjer hafði verið gefin, jeg held í tannfje.
Það var biblían. Jeg byrjaði á upphafinu og las áfram. Varð hún mjer nær því
einasta bók það ár og hin næstu þar á eftir. Jeg held jeg megi segja að jeg hafi
verið all-vel heima í öllum sögulegum bókum biblíunnar; hafði líka hið mesta
yndi af að tala um þau efni. Jeg lá yfir þeim lestri sýknt og heilagt og á jeg þessu
afarmikið að þakka, og hef búið að því ætíð síðan. Já, jeg býst við að þar hafi
verið lagður aðal-grundvöllurinn undir framtíðarhamingju mína.14
Það er því sérlega girnilegt til fróðleiks að kanna hvemig notkun sr. Frið-
riks á Gamla testamentinu var háttað. Svo vel vill til að hugvekju- og prédik-
anasafn hans er sérlega aðgengilegt í Friðriksstofu í húsi KFUM og KFUK
við Holtaveg, vel og nákvæmlega flokkað og skráð.
Það kemur ekki á óvart hvaða tvö rit Gamla testamentisins sr. Friðrik notar
langmest í prédikunum sínum, hugvekjum og ræðum við ýmis tækifæri, svo
sem við húskveðjur og jarðarfarir. Það eru Saltarinn og Jesajaritið, þau rit
Gamla testamentisins sem löngum hafa notið mestra vinsælda í kristninni.
Vinsœlasti texti Gamla testamentisins
Enginn sálmur Saltarans nýtur slfkra vinsælda sem 23. sálmurinn og líklega
hefur enginn texti Gamla testamentisins haft jafn mikil áhrif,15 sennilega að
boðorðunum einum undanskildum. Hér á landi birtast vinsældir sálms 23
meðal annars í því að hann hefur sérstöðu meðal þeirra ritningarstaða úr
14 Friðrik Friðriksson, Undirbúningsárin. Minningarfrá œskuárum. Prentsmiðjan Gutenberg
1928, s. 7.
15 Um hinar miklu vinsældir 23. sálms Saltarans má lesa í bók W.L. Hollday, The Psalms
through Three Thousand Years. Prayerbook ofa Cloud ofWitnesses. Minneapolis: Fortress
Press 1993. Tveir kaflar þessa rits fjalla um sálm 23 og stöðu hans í trúarlífi og menningu
Bandaríkjanna, s. 6-16 „The Lord is my Sheperd, Then and Now“ og s. 359-371. Sam-
bærileg athugun á stöðu þessa sálms í íslensku trúar- og menningarlífi hefur ekki átt sér
stað, en lauslegar athuganir mínar hafa sannfært mig enn betur en áður um ótrúlega miklar
vinsældir þessa sálms. Guðrún Kvaran hefur í grein sinni „Biblíuþýðingar og íslenzkt mál.“
Biblíuþýðingar í sögu og samtíð. Ritröð Guðfrœðistofnunar 4,1990, s. 39-56 gert þýðingar
á S1 23 í íslenskum Biblíum að athugnarefni. Er hún þeirrar skoðunar að þýðingamar hafi
farið batnandi og best sé þýðingin 1908/12, en henni var ekkert breytt í útgáfunni 1981,
enda var þar einungis um mjög lauslega endurskoðun texta Gamla testamentisins að ræða
og átti aldrei að verða ný þýðing.
107